laugardagur, desember 31, 2005

Fullt af kinverjum.

Gleðilegt nýtt ár...

... og takk fyrir öll þau gömlu og góðu.Það eru rúmir fimm tímar síðan við fögnuðum áramótunum ásamt milljónum af kínverjum hér í bæ. Það fór nú ekki mikið fyrir flugeldasýningu en stemmningin á götunum var gríðarleg og allt fór þetta vel fram. Lögregla á hverju götuhorni og gott betur og allt svo vel skipulagt að þetta var eins og smurð vél þegar fólk fór að tínast í burtu.
Svaka flottur veitingastadur.

föstudagur, desember 30, 2005

Huge turn � Hong Kong.

12 tíma flug

Lengsta flug sem við höfum farið í og við töpuðum 8 tímum á þessu ferðalagi.
Við erum semsagt komin til Hong Kong og upp á hótel og erum hálfþreytt. Klukkan er um 1030 og við náðum bara að leggja okkur í um 3 til 4 tíma í flugvélinni. Við áttum reyndar von á að flugið yrði erfiðara en það var.
Hér er um 15 stiga hiti, lágskýjað og blautt. Vonandi styttir upp fljótlega.
Hong Kong er mögnuð borg, þvílíkar byggingar og andstæður og hafnir og gámar og mannvirki og hvergi rusl að sjá, allt svo hreint og fínt (enn sem komið er), flugvöllurinn magnaður svo vel skipulagður og flottur og allur nýr.
Hér fyrir neðan eru svo myndir út um hótelgluggann okkar.
Hong Kong
Hong Kong

fimmtudagur, desember 29, 2005

Fall er fararheill

Eda hvad. Tegar vid sottum toskurnar okkar i gaer ta var onnur sprungin a saumunum, sem betur fer ekki tad illa ad fotin vaeru ut um allt, tvi ad allt var i toskunni og ekkert auka. Vid forum a kvortunarbordid og tar var alveg frabaer tjonusta, vid fengum bara nyja og enn betri tosku og skildum hina eftir.
Vorum a Hilton her a flugvellinum i nott og hofdum tad agaett.
Erum nuna a Heathrow og buin ad tekka okkur inn og klukkutimi i aaetlada brottfor.

miðvikudagur, desember 28, 2005

Ferðin hafin

Þá er ferðin loks hafin. Við erum búin að tékka okkur inn og sitjum núna á saga lounge í flugstöðinni og súpum ljúfan bjór. Klukkutími í áætlaða brottför.

16 klukkutímar

Við eigum að fara í loftið klukkan 1700 og við erum ekki enn byrjuð að pakka. Og ég nenni ómögulega að byrja á því núna. Ætti helst að fara að sofa og byrja frekar í fyrramálið.
Ég heyrði í Bjarna frænda áðan og hann ætlar að sækja okkur út á flugvöll þegar við lendum á Nýja-Sjálandi þann 20. janúar.
Það verða viðbrigði að fara úr skammdegi, roki og rigningu og inn í sumar, sól og hita.

sunnudagur, desember 25, 2005

Jólakort

Jólakortin eru fyrir löngu lögð af stað en því miður þá eru ekki allir búnir að fá þau. Ég gleymdi ykkur ekki þau eru bara ennþá í póstinum.
Við Gulli héldum jólin í fyrsta skipti heima hjá okkur sem að var alveg yndislegt. Okkur til mikillar gleði þá voru pabbi, mamma, Sindri, Harpa, Hannes og Guðni með okkur í gærkvöldi. Annan eins fjölda af pökkum hef ég aldrei séð.
Við þökkum kærlega fyrir okkur, allar góðu gjafirnar og þau 39 jólakort sem að við fengum.
Gle�ileg j�l allir.

laugardagur, desember 24, 2005

Ferðin

28. desember Keflavík - London
29. desember London - Hong Kong
2. janúar Hong Kong - Tæland
9. janúar Tæland - Singapore
13. janúar Singapore - Ástralía
20. janúar Ástralía - Nýja-Sjáland
5. febrúar Nýja-Sjáland - Páskaeyjar
10. febrúar Páskaeyjar - Chile
15. febrúar Chile - Peru
24. febrúar Peru - Spánn
28. febrúar Spánn - London
3. mars London - Keflavík

föstudagur, desember 23, 2005

5 dagar

Við erum búin að kaupa jólagjöfina okkar í ár, nýja fartölvu svo að við ættum að geta bloggað eitthvað í ferðinni, ef að við komumst á netið.
Svaka fín tölva sem að Gulli valdi, það eina sem ég hafði um það að segja var að hún þurfti að vera létt og nett, sem að hún er.
Jólin á morgun, búið að kaupa kjöt og skreyta jólatréð. Gulli hefur ekki staðið sig í hreingerningunni svo að ég ætla að henda honum út núna og taka til hendinn sjálf. Get ekki unnið með hann í húsinu (hann er alltaf að leika sér í tölvunni eða að þvælast fyrir).
Takk fyrir!!!

miðvikudagur, desember 21, 2005

1 vika

En ekkert jólastress en sem komið er... ætli það komi ekki á morgun.
Gulli er kominn í jólafrí svo að hann mun sjá um jólahreingerninguna og allt hitt sem tilheyrir jólunum og eftir er.

þriðjudagur, desember 20, 2005

Merkur áfangi

Í gær náði ég þeim merka áfanga að vera hafa verið með Gulla í hálfa ævi. Við byrjuðum nefnilega saman þegar ég átti 12 daga í 15 ára afmælið og í gær átti ég 24 daga í 30 ára afmælið. Hálf ævi fyrir þrítugt, geri aðrir betur. Við fórum út að borða á Lækarbrekku í þessu tilefni og belgdum okkur út á ljúffengu jólahlaðborði.
8 dagar í brottför ;-)

miðvikudagur, desember 14, 2005

2 vikur

Það eru bara 14 dagar þar til við leggjum af stað. Ótrúlega spennandi.
Jólin alveg að koma og ég er búin að skrifa öll jólakortin, þau að þau séu ekki öll lögð af stað. Búin að kaupa nokkrar jólagjafir en ekkert byrjuð að skreyta.

miðvikudagur, desember 07, 2005

3 vikur

Við erum líklega komin með hótel á Pattaya í Tælandi. Vinnur Hannesar og Hörpu þekkir til á Tælandi og hefur sambönd svo að við erum vonandi komin með herbergi á þessu hóteli:
http://www.rabbitresort.com/index.html
Ekki slæmt!!!

sunnudagur, desember 04, 2005

24 dagar

Annar í aðventu og allt of stutt til jóla, eða hvað finnst ykkur? Er of stutt til jóla? Það fer nú ekki mikið fyrir jólaundibúningnum á þessu heimili frekar en fyrri jól, en við erum þó búin að kaupa nokkrar jólagjafir og farin að hugsa um að skrifa jólakort.

föstudagur, desember 02, 2005

26 dagar

Ég er að fara á tónleika í kvöld með Diddú og mér til ómældrar gleði þá mun hún ásamt gestum sínum, þeim Agli Ólafssyni og Valgeiri Guðjónssyni, taka lög Spilverks Þjóðarinnar. Þvílík snilld.
Við erum komin með hótel á Páskaeyjum:
http://www.visitchile.com/detalle_hotel.asp?codigo_alojamiento=59&idioma=ing

miðvikudagur, nóvember 30, 2005

28 dagar

Vá hvað þetta líður hratt. Við fórum og létum sprauta okkur í dag og erum núna orðin nokkuð vel bólusett. Við eigum bara eftir að fá okkur eina sprautu í viðbót, sprautu númer 2 við lifrabólgu B.
Þetta er svo flugfélagið sem að við fljúgum með til Hong Kong, Bangkok og Singapore:
http://www.cathaypacific.com/

þriðjudagur, nóvember 29, 2005

29 dagar

Við förum frá Keflavík þann 28. desember klukkan 1700 með Icelandair til London þar sem að við gistum eina nótt og höldum svo áfram þann 29. desember. Þetta er hótelið sem að við verðum á fyrstu nóttina:
http://www.hilton.com/en/hi/hotels/index.jhtml;jsessionid=LEI3QH4BZTAHQCSGBIWM22QKIYFC5UUC?ctyhocn=LHRAPTW
Það er á flugvellinum þannig að við getum bara rölt þangað og svo aftur til baka daginn eftir á leið okkar til Hong Kong.

mánudagur, nóvember 28, 2005

30 dagar

Þetta er allt að verða mjög raunverulegt. Það er næstum því of stutt þar til við förum út.
Við erum búin að panta nokkur hótel í viðbót, í Bangkok, Singapore og Sydney. Ég set link á þau hótel seinna. En við eigum í miklum erfiðleikum með að finna gott hótel á Pattaya ströndinni í Tælandi. Það er bara allt uppbókað sem að við finnum.

föstudagur, nóvember 04, 2005

Jón Bjarni

Hann Jón Bjarni frændi minn er hjá mér núna og trúir því ekki að við Gulli eigum svona heimasíðu svo að ég er bara að sanna það fyrir honum.

Annars erum við búin að vera allt of löt við að finna okkur hótel og erum bara komin með hótel í Hong Kong þar sem við verðum yfir áramótin og höldum upp á 15 ára afmælið okkar.

http://conradhotels.hilton.com/en/ch/hotels/index.jhtml?ctyhocn=HKGHCCI

laugardagur, október 22, 2005

Flugmiðarnir

Jæja, þá er þetta allt orðið mjög raunverulegt, við erum komin með flugmiðana í hendurnar. Ég keypti líka nokkrar ferðabækur um þá staði sem að við ætlum að heimsækja svo að við ættum að geta lesið okkur til um hvað er áhugavert og hvað skal varst og fleira.
Ætli það sé ekki best að varast alla fugla.

föstudagur, október 14, 2005

London

Ég og tengdamamma erum á leiðinni til London á sunnudaginn og ætlum að stoppa þar í tvær nætur. Ætli við kíkjum ekki í eins og eina búð eða svo, ehemm.
En ég ætla líka að fara á ferðaskrifstofuna til að borga og sækja flugmiðana okkar Gulla.
Við erum bara rétt byrjuð að skoða hótel í Hong Kong og eigum mikið verk fyrir höndum.

fimmtudagur, október 06, 2005

Bjarni frændi

Ég hringdi í Bjarna frænda í morgun og varaði hann við komu okkar. Hann var heldur betur hress og alveg frábært að heyra í honum, ég hlakka geggjað mikið til að hitta þau öll.
Við stoppum í 16 daga í Nýja-Sjálandi, samt ekki allan tíman hjá Bjarna. Við ætlum líka að skoða fyrirheitna landið og ferðast eitthvað um.

föstudagur, september 30, 2005

Við erum búin að panta okkur flugmiða hringinn í kringum hnöttinn ;-)