laugardagur, október 22, 2005

Flugmiðarnir

Jæja, þá er þetta allt orðið mjög raunverulegt, við erum komin með flugmiðana í hendurnar. Ég keypti líka nokkrar ferðabækur um þá staði sem að við ætlum að heimsækja svo að við ættum að geta lesið okkur til um hvað er áhugavert og hvað skal varst og fleira.
Ætli það sé ekki best að varast alla fugla.

föstudagur, október 14, 2005

London

Ég og tengdamamma erum á leiðinni til London á sunnudaginn og ætlum að stoppa þar í tvær nætur. Ætli við kíkjum ekki í eins og eina búð eða svo, ehemm.
En ég ætla líka að fara á ferðaskrifstofuna til að borga og sækja flugmiðana okkar Gulla.
Við erum bara rétt byrjuð að skoða hótel í Hong Kong og eigum mikið verk fyrir höndum.

fimmtudagur, október 06, 2005

Bjarni frændi

Ég hringdi í Bjarna frænda í morgun og varaði hann við komu okkar. Hann var heldur betur hress og alveg frábært að heyra í honum, ég hlakka geggjað mikið til að hitta þau öll.
Við stoppum í 16 daga í Nýja-Sjálandi, samt ekki allan tíman hjá Bjarna. Við ætlum líka að skoða fyrirheitna landið og ferðast eitthvað um.