miðvikudagur, nóvember 30, 2005

28 dagar

Vá hvað þetta líður hratt. Við fórum og létum sprauta okkur í dag og erum núna orðin nokkuð vel bólusett. Við eigum bara eftir að fá okkur eina sprautu í viðbót, sprautu númer 2 við lifrabólgu B.
Þetta er svo flugfélagið sem að við fljúgum með til Hong Kong, Bangkok og Singapore:
http://www.cathaypacific.com/

þriðjudagur, nóvember 29, 2005

29 dagar

Við förum frá Keflavík þann 28. desember klukkan 1700 með Icelandair til London þar sem að við gistum eina nótt og höldum svo áfram þann 29. desember. Þetta er hótelið sem að við verðum á fyrstu nóttina:
http://www.hilton.com/en/hi/hotels/index.jhtml;jsessionid=LEI3QH4BZTAHQCSGBIWM22QKIYFC5UUC?ctyhocn=LHRAPTW
Það er á flugvellinum þannig að við getum bara rölt þangað og svo aftur til baka daginn eftir á leið okkar til Hong Kong.

mánudagur, nóvember 28, 2005

30 dagar

Þetta er allt að verða mjög raunverulegt. Það er næstum því of stutt þar til við förum út.
Við erum búin að panta nokkur hótel í viðbót, í Bangkok, Singapore og Sydney. Ég set link á þau hótel seinna. En við eigum í miklum erfiðleikum með að finna gott hótel á Pattaya ströndinni í Tælandi. Það er bara allt uppbókað sem að við finnum.

föstudagur, nóvember 04, 2005

Jón Bjarni

Hann Jón Bjarni frændi minn er hjá mér núna og trúir því ekki að við Gulli eigum svona heimasíðu svo að ég er bara að sanna það fyrir honum.

Annars erum við búin að vera allt of löt við að finna okkur hótel og erum bara komin með hótel í Hong Kong þar sem við verðum yfir áramótin og höldum upp á 15 ára afmælið okkar.

http://conradhotels.hilton.com/en/ch/hotels/index.jhtml?ctyhocn=HKGHCCI