sunnudagur, desember 24, 2006

Gleðileg jól

Við sjóðum hangikjöt og fáum foreldra okkar í mat.

Hafið það gott yfir hátíðirnar.

Akureyri

Við fórum til Akureyrar 15. desember til að velja hann Móra sem að kom í heiminn 15. nóvember. Hann er Siberian Husky, með eitt blátt og eitt brúnt auga, gullfallegur og hann kemur til okkar um miðjan janúar.

Móri

Helgin 28. - 29. október 2006

Við fórum upp í sumarbústað í Skorradal með Val, Tönju, Kaju Maríu, Alex Fróða, Danna, Kristínu, Svövu, Victoríu Jenny, Óskari og Ástu. Góður matur, góður félagsskapur, góð ferð.

Gulli að elda.

fimmtudagur, október 26, 2006

Helgin 13. - 15. október 2006

Erna fór í félagsútilegu Hraunbúa í Vatnaskógi og skildi Gulla eftir heima.
Rúmlega 80 manns í ferðinni og hörkufjör.
Vatnaskógur
Erna súperskáti

þriðjudagur, október 24, 2006

5. - 9. september 2006

Við ætluðum upphaflega bara að vera í Boston til 7. september en fyrst að ferðadagurinn fór eins og hann fór framlengdum við dvölinni um tvo daga.
Við höfðum það alveg svakalega gott, borðuðum góðan mat, sváfum út, versluðum þar til kortið var við það að bráðna og fórum í góðar gönguferðir.
Við flugum svo heim þann 9. september og lentum heima þann 10.
Erna í Boston Common
Guðni að busla
Á röltinu

Þriðjudagurinn 5. september 2006

Stutt flug til Boston þennan daginn, eða það héldum við allavega.
Við lögðum af stað út á völl klukkan níu um morguninn og flugið átti að vera upp úr hádegi.
Bilun í tölvukerfi varð til þess að við biðum í þrjá klukkutíma í flugvélinni, fyrst við hliðið og svo út á rampi.
Eftir þrjá klukkutíma var okkur hent inn ásamt farþegum úr öðrum vélum og þar máttum við dúsa í til klukkan níu um kvöldið þegar við loksins fengum far með annari vél.
Það komu ekki allar töskurnar okkar á sama tíma til Boston þannig að þar tók við rúmlega klukkutíma bið eftir töskunum.
Við vorum ekki komin upp á hótel í Boston fyrr en að verða eitt um nóttina.
Gulli að teygja úr sér í litlu velinni út á rampi.
Komin til Boston en bíðum eftir töskunum.

Helgin 1. - 4. september 2006

Við fórum með Sean, nokkrum vinum hans og nokkrum hundum í bústað norðaustur af Toronto. Veðrið var ekki alveg að leika við okkur þessa helgi því að við fengum leyfar af fellibyl svo að það rigndi á okkur nær allan tímann.
Frábært að komast burt úr ys og þys borganna, slappa af í góðum félagsskap og borða góðan mat.
Allir að spila Scattirgories
Við Gulli vorum mjög nærri því að velta þessum.
Vatnið, báturinn og rólan
Sumarbústaðurinn

Föstudagurinn 1. september 2006

Við röltum um miðbæinn, kíktum í nokkrar búðir og upp í hæðstu byggingu Kananda.
Guðni að horfa niður úr CN Tower
CN Tower í Toronto

Fimmtudagurinn 31. ágúst 2006

Við keyrðum að Niagra fossunum sem eru á landamærum Bandaríkjanna og Kanada. Við röltum milli landa og skoðuðum fossana beggja vegna.
Niagra fossarnir
Flotti bílaleigubíllinn okkar

Miðvikudagurinn 30. ágúst 2006

Við flugum frá Calgary til Toronto þar sem að Sean og Wicket tóku ekki alveg á móti okkur en svona næstum því, það var smá misskilningur en við komumst alla leið.

miðvikudagur, ágúst 30, 2006

Þriðjudagur

Við fórum í morgun að skoða risaeðlubeinagrindur og eyðimörk sem að er norðaustur af borginni. Magnað landslag og ótrúlega stór bein.
Við buðum þeim svo út að borða á góðan steikarstað í kvöld, NAMMI, allir að springa.

Mánudagur

Gulli grillaði nokkra borgara fyrir okkur, hundurinn hennar Michelle (Elskan) borðaði tvo með því að grípa þá af borðinu þegar enginn sá til.
Guðni fékk að sulla í hitanum.
Röltum meðfram ánni sem að rennur í gegnum Calgary í 30° hita.

Sunnudagskvöld

Gulli fór með Andrew á hokkí æfingu og fékk að skjóta að markinu en fór nú samt ekki í skauta.

mánudagur, ágúst 28, 2006

Banff

Fórum til Banff í dag sem að er túristabær milljónamæringanna og er inni í þjóðgarði. Svakalega mörg hótel og nokkur skíðasvæði í kring.
Þarna eru Andrew og Michelle með Guðna.

Canmore

Höfðum það gott í sólinni í Canmore, þarna erum við frænkurnar á hótelsvölunum.

Klettafjöllin

Á laugardeginum keyrðum við norður um Klettafjöllin og til Canmore. Svakalega magnað landslag og tignarleg fjöll.



Waterton

Á fimmtudeginum vöknuðum við allt of snemma að kanadískum tíma en frekar seint að íslenskum því að það er 6 tíma munur á milli Calgary og Íslands.
Við pökkuðum í bílinn og komum við í nokkrum búðum og keyrðum svo suður til Waterton sem að er þjóðgarður rétt við landamæri USA. Þar tjölduðum við á tjaldsvæði þar sem að að svarti björn hefur verið að rölta um.
Á föstudeginum gengum við tæpa 9 km upp að Lake Crypt sem er líka 700 m hækkun. Það tók okkur þrjá klukkutíma, GEGGJAÐ landslag. Skokkuðum svo þessa tæpu 9 km til baka og náðum því á einum og hálfum tíma, bláar tær, tognaðir öklar og miklar harðsperrur.
Þarna er hópurinn við Lake Crypt og fjallið á bakvið okkur er í USA.

fimmtudagur, ágúst 24, 2006

Kanada

Við lentum í Calgary upp 23 að staðartíma eftir langt ferðalag. Rúmir 6 tímar til Minniapolis þar sem var þriggja tíma stopp og annað flug til Calgary sem var tæpir 3 tímar. Guðni var bara furðu góður alla leiðina og vaknaði svo eldsnemma í morgun.
Leggjum af stað á eftir upp í Rocky Mountains í þriggja nátta útilega. Hlökkum geðveikt til.
Myndir seinna.

þriðjudagur, ágúst 22, 2006

Run yourself ugly

Reykjavíkurmaraþon 19. ágúst 2006
10 km/61:39

föstudagur, ágúst 18, 2006

Helgin 11. - 13. ágúst 2006

Við fórum í Galtarlækjarskóg ásamt fleiru góðu fólki. Tjölduðum í yndislegum lundi í góðu veðri.
Valli spilaði á gítar á föstudagskvöldinu og við reyndum að syngja með. Á laugardeginum fór helmingurinn í nokkuð langa jeppaferð, við fórum Fallabak nyrðri með stoppi í Landmannalaugum og Ófærufossi og svo Fjallabak syðri til baka. Frábær rúntur.
Spiluðum um kvöldið inni í fortjaldinu hans Vals á meðan rigndi úti.
Allt var svo orðið þurrt á sunnudeginum þegar við pökkuðum niður og fórum heim.
Þeir sem voru í ferðinni vour:
Erna, Gulli, Valur, Tania, Kaja María, Alex Fróði, Valli, Herdís, Danni, Kristín, Victoría Jenný, Gulla, Heikir Örn og Sölvi Mar.




mánudagur, júlí 31, 2006

Helgin 28. - 30. júlí 2006

Við fórum upp í Húsafell ásamt fleiru góðu fólki og höfðum það gott í alveg þokkalegu veðri.

Þarna er hópurinn við Surtshelli.
Óskar að spila Jenga, á næsta andartaki hrundi turninn.

fimmtudagur, júlí 27, 2006

Við höldum áfram!

Vegna fjölda áskoranna held ég áfram með að setja inn fréttir af okkur Gulla á ferð og flugi.
Við höfum gert margt síðan við komum heim úr heimsreisunni og nú er búið að skjalfesta það allt saman. Ýtið á júlí 2006 vinstra megin á síðunni til að skoða allann pakkann.

13. - 17. júlí, Túnið 2006

Við flugum til Egilstaða á fimmtudeginum 13. júlí og fengum far hjá Hörpu, Hannesi og Guðna til Bakkafjarðar og þar vorum við meira og minna fram á mánudaginn 17. júlí.
Heimsóttum Hámundarstaði á föstudeginum og spiluðum á ættaróðalinu um kvöldið.
Gulli spilaði fótbolta á laugardeginum en við hin keyrðum Langanesið þvert og endilangt.
Við Gulli ásamt slatta af frændsystkinum mínum fórum á Papa ball á Þórshöfn á laugardagskvöldinu og húkkuðum far með hljómsveitinni til baka.
Örfá kíktum við út í Steintún og landsenda á sunnudeginum en heilsan var misgóð hjá fólki.
Fengum svo far hjá H&H til Egilstaða á mánudeginum þar sem að við tókum flugið heim.
Snilldar helgi, 14 af 19 frændsystkinum á svæðinu, eittvhað af mökum, börnum og vinum.
Vitinn við landsenda.
Vitinn á Langanesfonti.
Gulli bjargaði kríuunga úr gini kattar.
Steini frændi í Jenga.
Guðni bóndi á Hámundarstöðum, Jackie, Gulli með Guðna og Ólínu og Harpa.
Járnbrá frænka í mollinu á Bakkafirði.

Flugumferðarstjóraútilega 7. - 8. júlí 2006

Nokkrir flugumferðarstjórar komu saman á Álfaskeiði sunnan við Flúðir, tjölduðu og höfðu það almennt gott í fallegu en köldu veðri.
Þarna er Gulli inni í samkomutjaldinu að fá okkur að borða seinna kvöldið.
Við löbbuðum upp á Miðfell.

3. júlí 2006

Keyrðum suður Kjöl með stoppi á Hveravöllum.

2. júlí 2006

Fórum frá Bakkafirði til Akureyrar. Keyrðum fyrir Melrakkasléttuna og Tjörnesið. Jóhanna frænka fékk far hjá okkur til Akureyrar og við gistum hjá Sveini frænda.
Þarna erum við frænkur upp á Viðarfjalli í Þistilfirði.

1. júlí 2006

Freyja skírð í Skeggjastaðakirkju.
Erna var skírnarvottur og fékk að halda á henni undir skírn, hún náði sér ekki niður á jörðina alla helgina.
Svo var skírnarveisla á Hámundarstöðum, eins árs afmæli Freyju og þriggja ára afmæli Ólínu.
Við dvöldum á ættaróðalinu á Bakkafirði.
Erna með tvö af þremur guðbörnum sínum, Freyju og Guðna.

Vikan 22. - 30. júní 2006

Þessa viku dvöldum við í sumarbústað í Kjarnaskógi hjá mömmu hans Gulla. Einnig voru Helgi, Anna og Gabríel Ingi með okkur um helgina og Harpa og Guðni komu á mánudeginum og voru út vikuna.
Valur, Tanja, Kaja María og Alex Fróði voru einmitt sömu helgi í orlofsíbúð á Akureyri ásamt fjölskyldu Vals.
Það var margt gert til gamans þessa viku. Vorum að sjálfsögðu á ættarmótinu. Við fórum inn á Halldórsstaði að heimsækja Rósu, Gutta og Bjarney. Við fórum upp í Kjarnaskóg í blíðviðrinu. Renndum okkur á línuskautum. Heimsóttum vini og ættingja. Höfðum það almennt gott í leti og áhyggjuleysi.
Erna og Harpa á línuskautum í blíðunni á Akureyri.
Í Kjarnaskógi með teppi og bók.
Sáum nokkra hesta á leiðinni upp í Kjarnaskóg með Val og fjölskyldu.
Við heimsóttum Rósu á Halldórsstöðum og Kaja María og Alex Fróði fengu að skoða dýrin.
Potturinn var óspart nýttur.