sunnudagur, janúar 29, 2006

Gríðarlega fallegt

Við fórum frá Queenstown á laugardaginn og keyrðum norður fyrir Christchurch með nokkrum stoppum þar á meðal við Mt Cook sem er hæðsta fjall Nýja Sjálands eða 3754 metrar. Við stoppuðum líka við brú þar sem fram fór teygjustökk en tókum ekki þátt í því, tókum bara myndir. Og fleiri fallegum stöðum stoppuðum við líka en þá var batteríið búið á myndavélinni. Á sunnudeginum keyrðum við svo norður meðfram austurstöndinni, í gegnum mikil vínræktarhéruð og alveg til Nelson og aftur aðeins til baka til Picton þar sem við erum núna (það er kominn mánudagur hjá okkur). Héðan tökum við svo ferjuna á eftir til Wellington sem að er höfuðborg Nýja Sjálands.
Það er alveg sama hvert litið er, hér er gríðarlega fallegt. Á 5 dögum erum við búin að keyra yfir 2000 km og erum bara búin að sjá brotabrot af suðureyjunni og það er alveg á hreinu að við ætlum að koma hingað aftur og skoða meira og betur.
Hver kemur með?

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Bókaðu mig

Nafnlaus sagði...

ég er alltaf til í ferðalög. Er að fara til Kúbu(aftur) 25 feb - 14 mars. Hvenær komið þið aftur heim??
Kveðja
Óskar

Nafnlaus sagði...

Var eg eina sem vonaði að þú mundir taka vinnuni,því þá kæmi ég í heimsókn

Erna Mjöll Grétarsdóttir sagði...

hahaha, við komum heim 3. mars

Nafnlaus sagði...

Verður maður ekki að koma með ykkur og sýna ykkur kjúklíngunum hvernig teigjustökk virkar finnst þið þorðuð ekki!
Gulli er þetta litla tölvan enn og aftur að brjóta það litla sem eftir er af karlmennskunni í þér?