föstudagur, janúar 27, 2006

Massa flott land

Váááá, þetta land er æðislegt. Það er rosalega fallegt hér og margt hægt að gera.
Við höfum því miður ekki verið við nettengingu en tökum allar kvartanir alvarlega og setjum inn íslenska stafi og nokkrar myndir.
Sem sagt smá ferðasaga, eftir að við skildum við ykkur síðast þá keyrðum við suður á bóginn og nánast alla suðurströndina og stoppuðum á nokkrum fallegum stöðum. Við fundum svo B&B rétt fyrir utan Winton seint um kvöldið (eða um tíuleytið). Við lögðum af stað fyrir 10 á föstudeginum og keyrðum þá til Manapouri og þaðan til Te Anau með nokkrum stoppum á ótrúlega fallegum stöðum og meðal annars stað þar sem hluti að Lord of the Ring var tekin upp. Fengum okkur síðbúin hádegisverð í Te Anau og brunuðum svo til Queenstown þar sem að við erum núna. Snilldarbær, mekka ævintýramannsins. Við skoðuðum bæinn og fórum upp á hæð með kláf þar sem er alveg geggjað útsýni og þar fórum við líka á Luge sem að er bretti með hjólum sem að maður rennir sér á niður tilbúna braut. Fórum líka í minigólf (en ekki uppi á hæðinni), svo að borða, horfðum á götulistamann og röltum um bæinn. Frábær staður og við værum alveg til í að vera hér í heila viku.

Engin ummæli: