mánudagur, janúar 23, 2006

Márar






Fórum og kynntum okkur menningu máranna og höfðum mjög gaman af. Þetta byrjaði með rútuferð úr bænum sem að var þrælskemmtileg, bílstjórinn sem að einnig var farastjóri sagði okkur frá ýmsu í kringum siði og venjur, við völdum líka höfðingja til að fara fyrir hópnum. Svo var tekið á móti okkur að mára sið og við fengum að sjá mára að störfum og svo tóku þau nokkur þjóðlög fyrir okkur. Einnig fengum við að borða mat sem eldaður er í jörðinni að þeirra hætti og hann var alveg ljómandi góður, sérstakt viðar/eldbrað. Svo var sungið aðeins meira og meðal annars í rútunni heim. Fararstjórinn fékk áður kosinn höfðingja til að taka lagið og svo átti hann að velja annan til að taka næsta lag, Gulli var snöggur til og bauð fram íslenskan söng, og þá var ekki aftur snúið. En þar sem að hann kunni ekki textann fékk ég að syngja ein Krummi svaf í klettagjá. Ekki alveg það sem ég hefði kosið en ég mun bjóða hann fram í næstu verkefni. Allt var þetta alveg þrælskemmtilegt og fróðlegt.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það virðist enginn fylgjast með ykkur núna en hún frænka í sveitini fylgist vel með bið að heilsa

Nafnlaus sagði...

Mikið er gaman fylgjast með ykkur það er farið daglega inn á síðuna ykkar, þó við höfum ekki skrifað fyrr. Allir á Hraunstíg 4 biðja að heilsa.

Erna Mjöll Grétarsdóttir sagði...

Ég vissi að góðar frænkur austur á landi myndu bjarga málunum og skrifa nokkur orð.

Nafnlaus sagði...

Ég heði gefið mikið fyrir að sjá og heyra þennan söng ykkar!

Danni og Kristín (fylgjumst vel með)