fimmtudagur, janúar 12, 2006

Nætursafarí


Við fórum í nætursafarí og sáum, meðal annars, sýningu þar sem beðið var um stórann og sterkann karlmann til að taka þátt í einu atriðinu. Ég hjálpaði Gulla aðeins við að rétta upp hendina og hann var valinn og fékk að halda á 30 kílóa kyrkislöngu. Því miður náði ég ekki mynd af því (bannað að nota flass) en hann hélt líka á annari minni sem að myndin er af.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Flottur með slönguna, ekki laust við að þér standi ekki alveg á sama á þessari mynd. Er þetta ekki annars eitrað kvikindi sem er búið að hirða tennurnar úr ??

Hvernig er það.........á ekkert að fara stytta upp þarna hjá ykkur ??

kveðja

Addi

Nafnlaus sagði...

Það hefði verið flott að sjá þig með þá stóru, varstu ekkert hræddur.Fjóla er búin að eignast bróður