þriðjudagur, janúar 31, 2006

Rotorua

Við komum til Wellington á mánudegi og keyrðum norður til Rotorua á þriðjudegi og erum sem sagt komin aftur til Bjarna og Jackie og það er búið að rigna aðeins á okkur hér. Það er rólegur dagur framundan og á morgun ætlum við niður á strönd þar sem við verðum fram á sunnudag. Foreldrar Jackie eiga sumarhús við ströndina og Bjarni á bát þar með tengdapabba sínum svo að það verður nú ekki leiðinlegt hjá okkur. Það er alveg dekrað við mann hér.
Ólína (tveggja og hálfs) vaknaði snemma í morgun og kom fram í stofu til okkar þar sem að við lágum steinsofandi. Uppi á stofuborði var krem sem að Gulli notar til að bera á húðflúrið sitt og Ólína komst í túpuna og smurði þykku lagi framan í sig og í hárið á sér. Mjög feitt krem sem að situr enn að einhverju leyti í hárinu. Við göngum frá kreminu framvegis ;-)

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hún frænka er dugnaðar kona

Nafnlaus sagði...

Mér líst vel á Ólínu frænku mína.

Nafnlaus sagði...

rosa er hún frænka þín dugleg:)
sakna ykkar og hlakkar til að sjá og lesa meira um ferðina.
KV:Járnbrá og Telma Líf

Erna Mjöll Grétarsdóttir sagði...

Já hún er algjör rófa hún Ólína og mjög uppátækjasöm

Nafnlaus sagði...

Gulli var þetta næturkremið þitt?
Hehe