föstudagur, janúar 13, 2006

Sydney

Við erum komin til Sydney og þar með suður fyrir miðbaug, hér snýst vatnið í vitlausa átt og hér er líka 25 stiga hiti og ljómandi gott veður. Við erum með íbúð í stað herbergis, eldhús, stofa, svalir og allar græjur. Við verðum hér í viku og munum láta okkur líða vel.
Það skein sól á okkur þegar við kvöddum Singapore í morgun. Rúmlega 7 klukkutíma flug og við töpuðum þremur tímum í viðbót, núna er 11 tíma munur á okkur og íslenska tímanum.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

og rennur vatnið þá upp kranann?
nei konan mín er að pæla í þessu, umm

kv Danni...

Erna Mjöll Grétarsdóttir sagði...

nei, sko hringiðan rennur í öfuga átt ;-)

Nafnlaus sagði...

SNJÓR SNJÓR SNJÓR SNJÓR SNJÓR SNJÓR SNJÓR SNJÓR SNJÓR SNJÓRSNJÓR SNJÓR SNJÓR SNJÓR SNJÓRSNJÓR SNJÓR SNJÓR SNJÓR SNJÓRSNJÓR SNJÓR SNJÓR SNJÓR SNJÓRSNJÓR SNJÓR SNJÓR SNJÓR SNJÓRSNJÓR SNJÓR SNJÓR SNJÓR SNJÓRSNJÓR SNJÓR SNJÓR SNJÓR SNJÓR
Hér er kominn hellings snjór jíbbíí er að fara í dag upp á kjöl að leika mér á jeppanum veiiiiii.
loksins fullt af snjó.
Nei annars vildi bara láta ykkur vita að hér er farið að snjóa á stór höfuðborgarsvæðinu.
Kveðja
Óskar

Nafnlaus sagði...

Sól Sól Sól og aftur Sól ég er orðinn geðveikur af sóóóól, djö er heitt hérna væri alveg til í minni hita, ég svitna eins og göltur.
Annars er Sydney snilld fyrir utan of mikla sól