sunnudagur, febrúar 26, 2006

Madrid


Við lentum í Madrid í gær um kaffileytið og hér er skítakuldi. Við þurftum að kaupa húfu og vettlinga til að krókna ekki alveg úr kulda. Erum búina að taka því öfga rólega hér í dag í kuldanum.

Kjötkveðjuhátíð


Við sáum skrúðgönguna í tilefni kjötkveðjuhátíðarinnar í gærkvöldi, gaman að sjá hana en hún var samt ekki mjög merkileg.

föstudagur, febrúar 24, 2006

Ég minni á partýið

http://ernaoggulli.blogspot.com/2006/02/part.html

Lima

Komum hingað til Lima í gær og förum af stað til Madridar í kvöld og lendum þar um miðjan dag á morgun. Við erum aðallega búin að slaka á og hafa það huggulegt.

Egill

Við hittum Egil vin hans Helga í gær á flugvellinum í Cuzco, hann var á leiðinni til Lima eins og við og við hittum hann svo aftur um kvöldið og fórum út að borða.

Hamstrasteik


Hér eru hamstrar borðaðir og þykja hinn mesti sælkeramatur. Þarna getið þið séð ofninn sem þeir eru eldaðir í og bakvið hann eru hamstrarnir aldir og fitaðir.

fimmtudagur, febrúar 23, 2006

Litríkar dömur í þjóðbúningum

Annars rólegur dagur hér í Cuzco, slakað á og horft á fótboltaleik á írskum bar, sáum kröfugöngur og vatnsslag. Kröfugöngur því að í dag voru ríkisstarfsmenn í verkfalli út um allt land og hafði það meðal annars áhrif á samgöngur. Vatnsslagurinn er hluti af kjötkveðjunni hér.
Við förum til Lima eldsnemma í fyrramálið.

Amiga

Þessi var eldgömul, lítil og bara með 3 tennur, settist hjá okkur og talaði við okkur.

miðvikudagur, febrúar 22, 2006

Þriðjudagur

Við vöknuðum klukkan 5 um morguninn og tókum fyrstu rútu upp á fjall og vorum fyrst inn í borgina sem var sveipuð þokuslæðingi og dulúð. Frábært að fá myndir af ferðamannalausri borginni. Með okkur upp kom okkar einka leiðsögumaður sem að sagði okkur frá athyglisverðustu stöðunum og labbaði með okkur um borgina í 3 klukkutíma. Magnað.
Tókum rútuna ofan af fjallinu upp úr tvö náðum í dótið okkar, fengum okkur að borða og tókum lestina aftur til Ollantaytambo þar vorum við sótt og keyrð til Cuzco. Þegar þangað var komið um átta um kvöldið þá vorum við orðin nokkuð þreytt enda langur en frábær dagur.

Sólhliðið


Við löbbuðum svo inkaslóðina að Sól hliðinu, þeir sem að labba inkaslóðina (4 daga labb) koma þar í gegn og sjá borgina í fyrsta sinn. Hrikalega fallegt, bratt á alla kanta og ótrúlegt útsýni, svona þegar skýin og rigningin voru ekki fyrir.

Mánudagurinn

Á mánudeginum vöknuðum við allt of snemma og tókum lestina til Agua Calientes sem að er bærinn við Machu Picchu.
Þar gistum við líka eina nótt til að eiga tækifæri á að skoða týndu borgina almennilega.

Machu Picchu


Tókum rútuna upp til týndu borgarinnar rétt upp úr hádegi og fengum alveg æðislegt veður, það var búið að rigna aðeins á okkur um morguninn. Magnaður staður, þvílíkt verk að setja þetta allt saman lengst upp á fjalli, ótrúlegt að þetta fannst ekki fyrr en 1911. Við mælum eindregið með heimsókn hingað, váááááá.
Tókum svo rútuna niður af fjallinu seinnipartinn þegar byrjaði að rigna aftur, við erum jú á regntímabilinu í regnskógi.

Sunnudagurinn

Á sunnudeginum keyrðum við um dalinn helga og stoppuðum á nokkrum stöðum.

Llama dýr

Við stoppuðum meðal annars á llama búgarði þar sem að við fengum að gefa dýrunum að borða og sáum heimamenn vefa teppi upp á gamla mátann.

Pisac

Við komum við í litlum bæ sem að heitir Pisac og þar voru heimamenn með markað, alveg yndislega litríkt og flott.

Ollantaytambo

Við enduðum svo sunnudaginn á að skoða í Ollantaytambo þar sem að við gistum svo.

mánudagur, febrúar 20, 2006

Myndir seinna.

Vid erum logd af stad til tyndu borgarinnar og setjum inn myndir og texta tegar vid komum til baka til Cuzco a tridjudaginn.
Godar stundir.

sunnudagur, febrúar 19, 2006

Dagur tvö í Cuzco

Við fórum í skoðunarferð um bæinn og nokkra Inka staði í morgun. Magnaðar byggingar og alveg ótrúlegt hvað þeir voru að gera hér áður en spánverjarnir komu og eyðulögðu það allt, eða mest allt.
Seinnipartinn sátum við á bekk á torgin einu hér í bæ og létum götusala plata okkur upp úr skónum, ef við sýndum einum áhuga þá fengum við hrúguna yfir okkur. Okkur tókst að eyða 1500 krónum og erum nokkrum smáhlutum ríkari.

laugardagur, febrúar 18, 2006

Partý

http://ernaoggulli.blogspot.com/2006/02/part.html

Cuzco

Við lentum í Cuzco í morgun sem er í 3400m hæð (11.200 fet). Fundum ekkert fyrir hæðarveiki fyrr en við komum upp á hótel og löbbuðum upp stigann (20 þrep), þá vorum við móð og másandi. Drukkum Coca te en það hjálpar einmitt til með hæðarveiki, og lögðum okkur í smá tíma. Vöknuðum upp úr hádegi og röltum um bæjinn sem er frábær, hittum svo gaur sem heitir Erick Paz sem er búinn að sjá til þess að við höfum nóg að gera hérna næstu 6 daga, meðal annars tveggja daga dvöl í týndu borginni (Machu Picchu) og ferð um helga dalinn.

Cuzco

Cuzco

föstudagur, febrúar 17, 2006

Cuzco

PARTÝ

Þér er hér með boðið í þrítugsafmæli og partý laugardagskvöldið 4. mars heim til okkar.
Mæting er hvenær sem er eftir kvöldmat.
Allar afmælisgjafir eru afþakkaðar en í staðinn fyrir gjöf þá þyggjum við drykki á opinn bar.
Við hlökkum til að sjá ykkur öll.

Tékkað á safni

Katakombur skoðaðar


Þrífa á sér hendurnar

Hárlaus Hundur frá Perú

Mjög sjaldgæfur hundur sem nánast hárlaus og er fyrsta húsvanda hundategund í Perú

fimmtudagur, febrúar 16, 2006

Sólsetur í Lima

Lima, Perú

Við komum til Lima í Perú í morgun og núna er 5 tíma munur á okkur og Íslandi. Við notuðum seinnipartinn til að skipuleggja næstu daga og labba um Miraflores hverfið, en það eitt af betri hverfunum hér og hótelið okkar er sem betur fer staðsett þar.

miðvikudagur, febrúar 15, 2006

Leti

Við erum algjörir letipúkar, sváfum bara fram að hádegi og sátum í sólinni hingað og þangað um borgina. Við leggjum af stað til Peru á morgun.

þriðjudagur, febrúar 14, 2006

Mánudagurinn...

... fór fyrir lítið, sváfum frameftir (bjórinn hefur þessi áhrif á svefn) og röltum bara um bæinn, fórum líka í risastóra verslunarmiðstöð þar sem að fötin eru á hlægilegu verði, verst að við erum ekki að fara beint heim héðan.

Hittum Íslendinga


Við hittum Lárus og Óla sem að eru á flakki um Suður Ameríku í nokkra mánuði og fengum okkur nokkra bjóra með þeim. Maðurinn sem er á milli þeirra mjálmaði á alla og þar á meðal hundana sem að voru skíthræddir við hann. Fyndinn kall og skemmtilegir strákar.

Como Agua Para Chocolat


Fórum út að borða á frábærum stað sem að Gunni og Magga mæltu með, takk fyrir góða ábendingu.

Handverksmarkaður


Fórum á mjög skemmtilegan handverksmarkað seinnipart sunnudags.

Andes fjöllin



Við ætluðum að skoða Andes fjöllin á sunnudaginn en það fór aðeins öðruvísi en við ætluðum. Við komumst ekki nema hálfa leið upp þegar bíllinn bilaði og við þurftum að snúa við. Þegar við komum aftur á hótelið var orðið of seint að finna annan fararmáta upp í fjöll.

sunnudagur, febrúar 12, 2006

Rölt um borgina



Santiago


Við komum til Santiago í gærkvöldi og ætluðum sko heldur betur að blogga, en nei, þá var netið bilað og komst ekki í lag fyrr en áðan. Þannig er það kæru vinir, við hjónin sitjum hér á laugardagskvöldi og setjum inn myndir fyrir ykkur. En nóttin er ung, við kíkjum út á eftir og fáum okkur að borða í það minnsta. Í dag skoðuðum við borgina, fórum upp á Cerro San Cristóbal hæð með útsýni yfir alla borgina og löbbuðum vel og lengi um allan miðbæinn.

Þeir einu sem snúa út á sjó

Gulli að ýta hatti

Það standa ekki allir


Sofið á ströndinni

Rapa Nui Festival

15 kallar

Uppi á toppi