mánudagur, júlí 31, 2006

Helgin 28. - 30. júlí 2006

Við fórum upp í Húsafell ásamt fleiru góðu fólki og höfðum það gott í alveg þokkalegu veðri.

Þarna er hópurinn við Surtshelli.
Óskar að spila Jenga, á næsta andartaki hrundi turninn.

fimmtudagur, júlí 27, 2006

Við höldum áfram!

Vegna fjölda áskoranna held ég áfram með að setja inn fréttir af okkur Gulla á ferð og flugi.
Við höfum gert margt síðan við komum heim úr heimsreisunni og nú er búið að skjalfesta það allt saman. Ýtið á júlí 2006 vinstra megin á síðunni til að skoða allann pakkann.

13. - 17. júlí, Túnið 2006

Við flugum til Egilstaða á fimmtudeginum 13. júlí og fengum far hjá Hörpu, Hannesi og Guðna til Bakkafjarðar og þar vorum við meira og minna fram á mánudaginn 17. júlí.
Heimsóttum Hámundarstaði á föstudeginum og spiluðum á ættaróðalinu um kvöldið.
Gulli spilaði fótbolta á laugardeginum en við hin keyrðum Langanesið þvert og endilangt.
Við Gulli ásamt slatta af frændsystkinum mínum fórum á Papa ball á Þórshöfn á laugardagskvöldinu og húkkuðum far með hljómsveitinni til baka.
Örfá kíktum við út í Steintún og landsenda á sunnudeginum en heilsan var misgóð hjá fólki.
Fengum svo far hjá H&H til Egilstaða á mánudeginum þar sem að við tókum flugið heim.
Snilldar helgi, 14 af 19 frændsystkinum á svæðinu, eittvhað af mökum, börnum og vinum.
Vitinn við landsenda.
Vitinn á Langanesfonti.
Gulli bjargaði kríuunga úr gini kattar.
Steini frændi í Jenga.
Guðni bóndi á Hámundarstöðum, Jackie, Gulli með Guðna og Ólínu og Harpa.
Járnbrá frænka í mollinu á Bakkafirði.

Flugumferðarstjóraútilega 7. - 8. júlí 2006

Nokkrir flugumferðarstjórar komu saman á Álfaskeiði sunnan við Flúðir, tjölduðu og höfðu það almennt gott í fallegu en köldu veðri.
Þarna er Gulli inni í samkomutjaldinu að fá okkur að borða seinna kvöldið.
Við löbbuðum upp á Miðfell.

3. júlí 2006

Keyrðum suður Kjöl með stoppi á Hveravöllum.

2. júlí 2006

Fórum frá Bakkafirði til Akureyrar. Keyrðum fyrir Melrakkasléttuna og Tjörnesið. Jóhanna frænka fékk far hjá okkur til Akureyrar og við gistum hjá Sveini frænda.
Þarna erum við frænkur upp á Viðarfjalli í Þistilfirði.

1. júlí 2006

Freyja skírð í Skeggjastaðakirkju.
Erna var skírnarvottur og fékk að halda á henni undir skírn, hún náði sér ekki niður á jörðina alla helgina.
Svo var skírnarveisla á Hámundarstöðum, eins árs afmæli Freyju og þriggja ára afmæli Ólínu.
Við dvöldum á ættaróðalinu á Bakkafirði.
Erna með tvö af þremur guðbörnum sínum, Freyju og Guðna.

Vikan 22. - 30. júní 2006

Þessa viku dvöldum við í sumarbústað í Kjarnaskógi hjá mömmu hans Gulla. Einnig voru Helgi, Anna og Gabríel Ingi með okkur um helgina og Harpa og Guðni komu á mánudeginum og voru út vikuna.
Valur, Tanja, Kaja María og Alex Fróði voru einmitt sömu helgi í orlofsíbúð á Akureyri ásamt fjölskyldu Vals.
Það var margt gert til gamans þessa viku. Vorum að sjálfsögðu á ættarmótinu. Við fórum inn á Halldórsstaði að heimsækja Rósu, Gutta og Bjarney. Við fórum upp í Kjarnaskóg í blíðviðrinu. Renndum okkur á línuskautum. Heimsóttum vini og ættingja. Höfðum það almennt gott í leti og áhyggjuleysi.
Erna og Harpa á línuskautum í blíðunni á Akureyri.
Í Kjarnaskógi með teppi og bók.
Sáum nokkra hesta á leiðinni upp í Kjarnaskóg með Val og fjölskyldu.
Við heimsóttum Rósu á Halldórsstöðum og Kaja María og Alex Fróði fengu að skoða dýrin.
Potturinn var óspart nýttur.
Erna og Gulli letihaugar.

Heimsókn frá Nýja Sjálandi 25. júní 2006

Bjarni, Jackie, Ólína og Freyja komu til landsins 22. júní og heimsóttu okkur í sumarbústaðinn sem að mamma hans Gulla var með í Kjarnaskógi.
Stelpurnar voru reyndar svolítið þreyttar eftir langt og erfitt ferðalag en mikið ofsalega var gaman að sjá þau aftur.

Ólína
Freyja

Ættarmót 23. - 25. júní 2206

Afkomendur langafa Gulla komu saman á Hrafnagili og áttu góða helgi.
Þarna erum við hjá tjaldvagni Gunna og Möggu í góðu yfirlæti.
Gulli grillari.

Vormót 2. - 5. júní 2006

Við drifum okkur að sjálfsögðu á Vormót Hraunbúa um Hvítasunnuhelgina og skemmtum okkur konunglega.
Með okkur komu Gutti, Helga Rós, Fjóla Hreindís, Jón Bjarni og Bryndís sem að voru í krakkatjaldinu. Svo komu líka Harpa, Hannes og Guðni, og Gulla, Heikir Örn og Sölvi Mar.

Hluti af krökkunum að reyna að henda Gulla ofaní vatnasafaríið.
Sykurpúðar grillaðir að kveldi.
Alltaf nóg að gera og fullt af fólki.
Allir krakkarnir í fjölskyldubúðum upp á Arnarfelli.

Sveinspróf

Gulli tók sveinsprófið sitt í lok maí og stóð sig alveg ljómandi vel, enda ekki að búast við öðru.
Þetta var hluti af prófinu.
Kommóðan sem að þurfti að sparsla, pússa og lakka.
Skiltið góða. Allt málað fríhendis.

4. maí 2006

Við löbbuðum Búrfellsgjánna í leiðinda rigningu.
Erna, Sigrún, Óskar, Ásta, Bjöggi, Max, Gunni og Gulli á bakvið myndavélina.

Max

Við pössuðum hundinn hans Bjögga um páskana og hann lagði undir sig allt heimilið með slefi og hárum.

6. apríl 2006

Erna, Óskar, Ásta, Gunni, Bjöggi og Max löbbuðum um Hrútagjánna í skítakulda en fallegu veðri.

2. apríl 2006

Við fórum upp að Langjökli og upp á Skjaldbreið.
Bílaflotinn:
Sindri, Rakel, Sigrún Maggí og Jón Bjarni.
Harpa, Hannes og Guðni
Pabbi, Gulli og Erna
Marteinn og Gerður
Systkin
Sindri og co

Helgin 23. - 25. mars 2006

Erna, Harpa og Guðni fóru með skátunum til Vestmannaeyja.
Harpa og Guðni á kvöldvöku.
Erna skáti að föndra skinn

25. mars 2006

Gulli, Óskar, Hannes og Yngvi fóru upp á Langjökul í bongó blíðu og geggjuðu færi.

Fararskjótarnir