miðvikudagur, ágúst 30, 2006

Þriðjudagur

Við fórum í morgun að skoða risaeðlubeinagrindur og eyðimörk sem að er norðaustur af borginni. Magnað landslag og ótrúlega stór bein.
Við buðum þeim svo út að borða á góðan steikarstað í kvöld, NAMMI, allir að springa.

Mánudagur

Gulli grillaði nokkra borgara fyrir okkur, hundurinn hennar Michelle (Elskan) borðaði tvo með því að grípa þá af borðinu þegar enginn sá til.
Guðni fékk að sulla í hitanum.
Röltum meðfram ánni sem að rennur í gegnum Calgary í 30° hita.

Sunnudagskvöld

Gulli fór með Andrew á hokkí æfingu og fékk að skjóta að markinu en fór nú samt ekki í skauta.

mánudagur, ágúst 28, 2006

Banff

Fórum til Banff í dag sem að er túristabær milljónamæringanna og er inni í þjóðgarði. Svakalega mörg hótel og nokkur skíðasvæði í kring.
Þarna eru Andrew og Michelle með Guðna.

Canmore

Höfðum það gott í sólinni í Canmore, þarna erum við frænkurnar á hótelsvölunum.

Klettafjöllin

Á laugardeginum keyrðum við norður um Klettafjöllin og til Canmore. Svakalega magnað landslag og tignarleg fjöll.



Waterton

Á fimmtudeginum vöknuðum við allt of snemma að kanadískum tíma en frekar seint að íslenskum því að það er 6 tíma munur á milli Calgary og Íslands.
Við pökkuðum í bílinn og komum við í nokkrum búðum og keyrðum svo suður til Waterton sem að er þjóðgarður rétt við landamæri USA. Þar tjölduðum við á tjaldsvæði þar sem að að svarti björn hefur verið að rölta um.
Á föstudeginum gengum við tæpa 9 km upp að Lake Crypt sem er líka 700 m hækkun. Það tók okkur þrjá klukkutíma, GEGGJAÐ landslag. Skokkuðum svo þessa tæpu 9 km til baka og náðum því á einum og hálfum tíma, bláar tær, tognaðir öklar og miklar harðsperrur.
Þarna er hópurinn við Lake Crypt og fjallið á bakvið okkur er í USA.

fimmtudagur, ágúst 24, 2006

Kanada

Við lentum í Calgary upp 23 að staðartíma eftir langt ferðalag. Rúmir 6 tímar til Minniapolis þar sem var þriggja tíma stopp og annað flug til Calgary sem var tæpir 3 tímar. Guðni var bara furðu góður alla leiðina og vaknaði svo eldsnemma í morgun.
Leggjum af stað á eftir upp í Rocky Mountains í þriggja nátta útilega. Hlökkum geðveikt til.
Myndir seinna.

þriðjudagur, ágúst 22, 2006

Run yourself ugly

Reykjavíkurmaraþon 19. ágúst 2006
10 km/61:39

föstudagur, ágúst 18, 2006

Helgin 11. - 13. ágúst 2006

Við fórum í Galtarlækjarskóg ásamt fleiru góðu fólki. Tjölduðum í yndislegum lundi í góðu veðri.
Valli spilaði á gítar á föstudagskvöldinu og við reyndum að syngja með. Á laugardeginum fór helmingurinn í nokkuð langa jeppaferð, við fórum Fallabak nyrðri með stoppi í Landmannalaugum og Ófærufossi og svo Fjallabak syðri til baka. Frábær rúntur.
Spiluðum um kvöldið inni í fortjaldinu hans Vals á meðan rigndi úti.
Allt var svo orðið þurrt á sunnudeginum þegar við pökkuðum niður og fórum heim.
Þeir sem voru í ferðinni vour:
Erna, Gulli, Valur, Tania, Kaja María, Alex Fróði, Valli, Herdís, Danni, Kristín, Victoría Jenný, Gulla, Heikir Örn og Sölvi Mar.