þriðjudagur, maí 29, 2007

Vormót 2007

Við stórfjölskyldan fórum á hið árlega Vormót Hraunbúa í Krísuvík núna um Hvítasunnuhelgina.
Veðrið lék við okkur að mestu leyti, þó að kalt hafi verið á næturnar og rok á föstudegi þá rigndi ekki neitt (eða svotil, bara smá demba síðustu nóttina).
Nokkur aukabörn fylgdu með okkur öllum til gleði, Jón Bjarni, Erla Salóme, Fjóla Hreindís, Stefanía, Gutti, Helga Rós, Bryndís Sunna og Sigrún Maggý.
Svo voru þarna líka Gulla og hennar strákar, Guðrún og hennar fólk, Sindri og Rakel í einhvern tíma og margir, margir fleiri, eða rúmlega 70 manns í fjölskyldubúðum.
Harpa stoppaði eins lengi og hún gat á laugardegi og sunnudegi en gat ekki gist því Guðni lá heima veikur alla helgina og eins gott að hann vissi ekki af hverju hann var að missa.
Myndavélin var vel geymd í hanskahólfi bílsins og því eru engar myndir að þessu sinni.
Allir, hundar og menn, eru dauðuppgefnir eftir langa og góða helgi og okkur er strax farið að hlakka til næstu útilegu eftir rúmar tvær vikur.