mánudagur, júlí 09, 2007

07.07.07

Helgi og Anna giftu sig í Garðakirkju síðastliðinn laugardag. Athöfnin var yndisleg og veislan frábær, fallegur dagur í alla staði.

Gulli var svarmaður og stóð sig með prýði.


Gabríel Ingi var hringaberi og var algjört krútt.


Kakan var algjört lostæti, eru þau ekki sæt?

Tania gæs

Tania var gæsuð föstudaginn 6. júlí, hún var sótt í vinnuna og átti sko engan veginn von á okkur.
Dagurinn heppnaðist vel og allir voru kátir.

Þarna er hún á Lækjartorgi að syngja fyrir vegfarendur, þess má geta að hún sló í gegn.

Bakkafjörður

Það var fjölskyldumót á Bakkafirði helgina 29. júní - 1. júlí, við settum niður stein á leiði ömmu og afa í svakalega góðu veðri sem hélst alla helgina.

Við byrjuðum reyndar ferðina á fimmtudeginum 28. júní og gistum á bændagistingu rétt hjá Höfn í Hornafirði. Sveitahundurinn vildi endilega koma með okkur og fór ekki út úr bílnum fyrr en bóndinn kom og dró hann út.


Gulli og strákarnir út á landsenda.


Gulli að veiða, þessum var sleppt.


Móðursystur Ernu sem stóðu á bakvið öll herleg heitin, skipulagningu og mat ofan í her manns.



Gulli fór svo suður á sunnudeginum með hundana en Erna varð eftir í afslöppun. Hún fór svo inn á Akureyri með Járnbrá og Telmu Líf á þriðjudeginum með viðkomu í Jarðböðunum á Mývatni. Og alla leið suður á miðvikudeginum á bílnum hennar Rúnu frænku og með Kristófer Óla í aftursætinu.

23. júní 2007

Hilda Sýndi Móra fyrir okkur á hundasýningu HRFÍ, hann stóð sig með prýði og lenti í öðru sæti (af þrem). Nanuq fékk frí þar sem hann skar sig milli tánna í Þjórsárdal svo að sauma þurfti.

Helgin 14. - 17. júní 2007

Við fórum ásamt öðru góðu fólki í útilegu í Þjórsárdal, 4 fellihýsi, 3 tjöld, 16 fullorðnir, 7 börn og 3 hundar.

Skoðuðum Stöng á föstudeginum.

Og Háafoss á laugardeginum.