föstudagur, september 28, 2007

Þriggja vikna í dag

Við fjölskyldan úti að labba í haustinu.

Guðni, Jón Bjarni og Þórður Jón, góðir frændur.

þriðjudagur, september 25, 2007

4 fræknir og frændsystkin

Ferfætlingarnir á heimilinu hafa sýnt Dodda litla mikinn áhuga.
Gabríel Ingi, Þórður Jón og Fjóla Hreindís

Ungbarnaeftirlitið kom í dag og vigtaði guttann og er hann orðin 4930 grömm 18 daga gamall.

sunnudagur, september 23, 2007

Þórður Jón Guðlaugsson

Þá er prinsinn kominn með nafn og er alnafni afa síns.

Valli bakaði kökuna fyrir okkur og var hún jafn góð og hún er flott.

föstudagur, september 21, 2007

Tveggja vikna í dag

Litli gaurinn er orðinn tveggja vikna og dafnar vel.

Pabbinn skrapp til Bandaríkjanna með Hannesi og Harpa og Guðni gistu hjá okkur á meðan, sætir og sofandi frændur.

Amman kom í vikunni og fékk að baða snáðann.

Mamman er komin á blóðþrýstingslyf og er öll að koma til.
Það styttist í skírnina, en hvað finnst ykkur að hann eigi að heita???

laugardagur, september 15, 2007

föstudagur, september 14, 2007

Þá eru allir komnir heim

Við komum heim í dag og þarna er kúturinn okkar nýbaðaður og klæddur tilbúinn til heimferðar.

Þeir voru mjög forvitnir þeir Móri og Nanuq.

Þá er prinsinn orðinn vikugamall, sprækur sem lækur og orðinn þyngri en þegar hann fæddist.
Mamman er öll að jafna sig og hefur heilsan farið upp á við síðustu daga sem og blóðþrýstingurinn sem þarf að passa og þarf hún því að taka því rólega.

sunnudagur, september 09, 2007

07.09.07.

KL.21:40 þann 07.09.07 fæddist drengur, 18 merkur og 54,5cm heilbrigður og hraustur.





mánudagur, september 03, 2007

Nú styttist...

... í að litli Gulli komi í heiminn. Við erum búin að fá tíma í gangsetningu á miðvikudagskvöldið.

1. september 2007

Lára og Halli giftu sig á laugardaginn og voru alveg stórglæsileg.

Háborðið og magnað útsýni á bakvið.