þriðjudagur, ágúst 19, 2008

Sumarfrí búið

Við keyrðum svo heim laugardaginn 9. ágúst með tvo franska puttalinga eftir frábært þriggja vikna sumarfrí.

8. ágúst

Hmmm, hvað er nú þetta?

Upp á Súgandisey.

7. ágúst

Uppi á Helgafelli.

Tilhvers eiga þeir dýnur?

6. ágúst

Harpa, Hannes, Guðni og Smári komu kveldi 5. ágúst þegar ég var búin að tjalda og voru með okkur í útilegunni.
Guðni átti afmæli og fékk mótorhjól frá þeim.

5. ágúst

Við lögðum af stað frá Mývatni um morguninn, stoppuðum við Goðafoss.

Reyndar líka á Akureyri og svo í Borgarvirki þar sem við fengum okkur öll stuttan göngutúr. Erlendir ferðamenn ráku upp stór augu að sjá brjálaða kerlingu með barn hangandi framan á sér og tvo stóra hunda í bandi. Einn útlendingurinn bauðst til að taka mynd af herleg heitunum.

Við stoppuðum fleiri stopp til að borða og hlægja.

Enduðum á Stykkishólmi þar sem sólin skein og Þórður Jón hjálpaði mér að tjalda.

Frídagur Verslunarmanna

Gulli flaug heim á mánudeginum vegna vinnu en ég og strákarnir héldum áfram í sumarfríinu og ferðalaginu.
Við skoðuðum Skriðuklaustur.

Sjálfsmynd og okkur þar.

Keyrðum yfir Kárahnjúkavirkun, þvílíkt mannvirki.

Stoppuðum við Hafrahvammsgljúfur.

Yfir Möðrudalsöræfin.

Og gistum á Mývatni.

Neskaupsstaður

Við eyddum Verslunarmannahelginni á Neistaflugi á Neskaupsstað með Valla, Herdísi, Kormáki og Höskuldi. Við vorum þar í góðu yfirlæti hjá pabba hennar Herdísar og hans fjölskyldu, fengum að tjalda í garðinum og inni var dekrað við okkur á allan hátt.
Veðrið var reyndar ekki upp á marga fiska, þoka, rigning og súld settu svip sinn á helgina og pollagallinn var tekinn upp í fyrsta skipti í þessari ferð.
Á leið í brekkusönginn.

Í brekkunni.
Á kaffihúsi á Eskifirði.

Móri og Nanuq fengu vatn á kaffihúsinu.

Rosalega gaman að róla.

Bakkafjörður

Eftir Landsmótið brunuðum við á Bakkafjörð og gistum þar í tvær nætur í rúmi sem að var vel þegið eftir 8 nætur í tjaldi.
Það var mjög einkennilegt að vera þar, fyrri nóttina voru þar 5 frændur mínir en seinni nóttina voru allir farnir og við vorum ein í túninu.
Þórður Jón að pína Móra í Hraungerði.
Ingileif með prinsinn.

Guðni og Gulli að skoða bling bling sem að Guðni býr til, mjög fallegir gripir.

Landsmót skáta 22. - 29. júlí.

Við vorum reyndar komin nokkrum dögum fyrr og fórum ekki fyrr en degi seinna.
Frábært mót, yndislegt veður og allir voru kátir.
Við Harpa, ásamt fleiri góðum Hraunbúum sáum um fjölskyldubúðir, skipulögðum dagskrá og vorum með risa tjald sem félagsheimili.
Stefnir frændi lánaði okkur húsbílinn sinn sem að kom að góðum notum sem kælikista, hleðslutæki og hundageymsla.
Við fórum einn daginn inn í Kjarnaskóg og lékum okkur í góða veðrinu.

Það var stundum of heitt fyrir Móra og Nanuq.

Þórður Jón eitthvað að prakkarast.

Allir strákarnir mínir.
Við pöntuðum pizzu eitt kvöldið.
Þórður Jón í sundlauginni góðu.

Aðeins að hlýja sér hjá pabba sínum.

Nokkrir berrassaðir, Jón Arnar, Guðni, Þórður Jón og Smári.
Móri og Nanuq á hátíðarkvöldvökunni.

Mæðgin með skátaklúta.

Erum við ekki sæt?

Nanuq fékk lánaða húfuna hans Gulla.
Það var Husky hátíð í Vaglaskógi og við kíktum þangað á laugardeginum og kældum okkur í Fnjóská.

Gulli ætlaði reyndar ekki svona langt út í en þeir eru sterkir bræðurnir.
Letilíf í sólinni.
Fjör á fjölskyldubúðakvöldvöku.
Sundlaugin var líka notuð sem ungbarnageymsla þegar ekkert vatn var í henni.
Sólarvörn alla daga, þvílík blíða.
Amma prjónaði á prinsinn fyrir landsmótið.
Barnahornið í stóra fjölskyldubúðatjaldinu.

Ættarmót 11. - 13. júlí

Harpa, Guðni, Sverrir Guðjón og Kristófer Óli að ráðast á mig.

Gott að kúra í fullt af teppum.

Eftirlitslaus inn á baðherbergi

19. - 22. júní

Við fórum í útilegu með fullt af góðu fólki á Álfaskeið, fengum sól og úrhellis rigningu. Mjög góð útilega þar sem vinir okkar komu okkur á óvart og buðu upp á kampavín og kökur í tilefni af 5 ára brúðkaupsafmælis okkar.
Við eigum góða vini, en ekki eins góða myndavél því hún var rafhlaðan hennar var tóm og við tókum engar myndir :-(

5. júlí

Amma kom með okkur stórfjölskyldunni að heimsækja Láru ömmu upp í sumarbústað.

Blómin voru mjög forvitnileg,

það þurfti að skoða þau nánar.

Vatnsdallur Móra og Nanuqs er óþrjótandi uppspretta busls ef Þórður Jón fær að ráða.

Lára langa með Þórð Jón