laugardagur, janúar 19, 2008

Krútt

Þórður Jón gerðist fyrirsæta í vikunni og fór í myndatöku til Maríu Kristu hjá Brosbörnum.
Svakalega fallegar myndir enda einstaklega fallegt barn.
Svo eru komnar tvær tennur, báðar í neðri góm og hann er líka farinn að velta sér af bakinu og yfir á magann.


mánudagur, janúar 14, 2008

Nýja Sjáland

Já það er soldið öðruvísi að ferðast með barn, við gefum okkur ekki eins mikinn tíma til að blogga og þess vegna koma þessar myndir svona seint inn.
En betra er seint en aldrei eins og maðurinn sagði.

Við lögðum af stað til Nýja Sjálands þann 18. desember og komum heim aftur þann 10. janúar. Ferðalangar voru auk okkar þriggja Grétar, Brynhildur og Ingileif. Harpa, Hannes, Guðni og Smári hittu okkur svo þar ytra milli jóla og nýárs og ferðuðust með okkur.

Jólunum eyddum við með Bjarna og Fjölskyldu í Rotorua. Áramótunum eyddum við í Queenstown á Suðureyjunni.

Ferðirnar gengu vel, Þórður var góður í öllum flugvélum og bílum, draumabarn að ferðast með í alla staði. Við erum bara enn að reyna að snúa sólarhringnum við.

Húðflúr

Gulli með kvalara sínum og teiknara.

Mömmustrákur

Við ferjubæinn Picton.

Tindurinn í fjarska


Með foreldrum okkar.

Við Mt. Cook

Með nesti og flott útsýni.

Fjölskyldan með hæðsta tind Nýja Sjálands í bakgrunni.

Og meira frá Queenstown

Þórður Jón í kerrunni sinni.

Já það eru stór tré í útlöndum.

Milford Sound

Magnaður staður og þykir með þeim fallegri í heiminum.






Sigling

Við sigldum yfir vatnið frá Queenstown og stoppuðum á þessum frábæra stað þar sem að við fengum góðan mat og sáum skemmtilega fjárhundasýningu.

Queenstown við enda vatnsins.

Queenstown

Á leið upp í kláfinum, ekki laus við lofthræðslu.

Bærinn í baksýn, Harpa, Hannes og Guðni í stólalyftunni á leið í Luge, Didda, Grétar, Þórður Jón og Smári bíða fyrir neðan (sjást neðst í hægra horninu).

Moraki Boulders

Wellington

Við lögð af stað í ferðalag til Suðureyjunnar, Wellington er höfuðborg Nýja Sjálands og syðst á Norðureyjunni.

Í sveitinni

Við fengum að kíkja í fjósið hjá tengdaforeldrum Bjarna.

Huka falls

Maori þorp

Feðgarnir staddir í Maori þorpi þar sem að við upplifðum frumbyggja stemmningu, söng, dans og ljómandi góðan mat.

Jólin

Við héldum jólin á jóladag, fengum gott að borða og opnuðum marga pakka.

Nýsjálensk jólastemmning í stuttbuxum.

Í sólinni...

... en samt ekki, alltaf í skugga og með vörn 45,
Freyja, Þórður Jón og Ólína.

Gulli og rólan

Gulli fór í þessa rólu og allir hinir stóðu, horfðu á og hlustuðu á öskrin sem var að hlátri.