föstudagur, júní 26, 2009

Búslóð

Ég keypti bróðurpartinn af búslóðinni hans Andreasar í dag, þau eru að flytja heim til Svíþjóðar í sumar og ég gat fengið nokkuð marga, góða og nytsamlega hluti.

Klúbburinn

Í gær fór ég með Andreasi og Magdalenu í Klúbbinn, þar er hægt að finna tækjasal, íþróttasal, sundlaug, bókasafn, bar, veitingastaði, strönd, sand og sjó, og margt fleira. Snilldarstaður sem að ég hef þegar skráð mig á biðlista til að gerast meðlimur, ekki nema 6 - 9 mánaða biðtími.

Þarna sést einn útibarinn, hann opnaði klukkan 3 en þeir byrjuðu ekki að afgreiða klukkan 4 ???

Ströndin séð frá borginni, þetta líka fína háspennumastur rétt hjá.
Ströndin séð í áttina að borginni.

Partur af barnasundlauginni.

Meiri leikaðstaða fyrir Þórð Jón.

Magdalena og Andreas á barnum.

Ströndin séð frá barnum.

þriðjudagur, júní 23, 2009

Bílpróf

Ég fór í morgun full af bjartsýni til að fá mér nýtt ökuskirteini, en nei nei, Ísland er víst ekki á lista yfir þau lönd sem að geta skipt yfir án vandræða. Ég þarf að taka prófið aftur, jahérna hér. Ég nenni ómögulega að spá í því núna þannig að það mun bíða betri tíma.
http://www.adpolice.gov.ae/en/portal/services.driving.licenses.aspx

Ertu ekki að grínast?

Hvað haldið þið, það byrjaði að leka heima hjá mér í dag. Loksins flutt úr rigningarlandinu og búið að laga þakið á Smyrlahrauninu þá þarf ég að hafa áhyggjur og loftkælingunni og að hún geti tekið upp á því að leka. Er þetta ekki bara fyndið?
En þeir koma víst ekki fyrr en í fyrramálið að gera við, ég var svo óheppin að uppgötva þetta ekki fyrr en eftir hádegi.
Loftið á baðinu á herbergisganginum.

Og aftur áður en húsvörðurinn kom og kíktí á lekann.

Og inni í vinnukonuherberginu, gott að þar býr enginn.

Gestur.

Það kom gestur til mín á svalirnar í dag, ég vildi samt ekki opna svalahurðina og fæla hann í burtu.

sunnudagur, júní 21, 2009

21. júní 2009

Í dag eigum við Gulli 6 ára brúðkaupsafmæli, ég er nývöknuð eftir næturvakt og hann er í útilegu heima á Íslandi með einkaerfingjanum.
Allavega þá gekk næturvaktin ljómandi vel, það var mikið að gera fram til 3, ég var í stöðu milli 2230 og 0030 og svo aftur milli 0400 og 0600. Það er mikið að gera alveg til 3 á næturnar og svo EKKERT til svona hálf sex. Ég fékk þó að sjá sólarupprásina og upplifa kyrrðarstund í turninum. Önnur næturvakt í kvöld og svo vaktafrí í 4 daga.
Minnsti hitnn sem að ég sá í nótt voru 27° klukkan 5 í morgun, já sæll eigum við að ræða það eitthvað?

laugardagur, júní 20, 2009

Næturvakt

Fyrsta næturvaktin á eftir og ég er búin að leggja mig. Þetta leggst allt saman mjög vel í mig.
Gulli og Þórður Jón eru í hinni árlegu vinaútilegu og hafa það vonandi fínt.

föstudagur, júní 19, 2009

Snilldin ein.

Fór á vaktina í gær og fékk að tala og stjórna og fyrsta vélin sem að ég talaði við var TF ELK með íslenskum flugmönnum, góðan daginn. Ég var þvílíkt stressuð fyrst en sjálfstraustið kom fljótt og þetta var svakalega gaman. Það var ekki mikið að gera fyrripartinn en töluvert mikið síðasta einn og hálfa tímann. Það er mikið að læra og margt nýtt, ég hlakka mikið til að takast á við þetta verkefni. Allir mjög almennilegir og kurteisir og ég get bara engan veginn kvartað yfir neinu. Önnur kvöldvakt í kvöld og svo taka við tvær næturvaktir, laugardag og sunnudag.

fimmtudagur, júní 18, 2009

Internet

Frábær þjónusta, ég fór í morgun til að kaupa internet í íbúðina og þremur tímum síðar er ég tengd. Alveg átti ég ekki von á þessu.
Fer á vaktina á eftir og fæ að tala við flugvélar, fyrsta konan í Abu Dhabi turni sem fær að gera það.

Meira af svölunum.

Út af svölunum og til hægri

og til vinstri, miklar framkvæmdir í gangi.

Burt með gamalt

Út um alla borg má sjá niðurrif gamalla húsa svo hægt sé að byggja ný og stærri.

miðvikudagur, júní 17, 2009

Vakt númer 2

Þjálfunarleyfið var ekki komið í morgun svo að ég fékk bara að hlusta og merkja ræmur, enda kannski alveg nóg til að byrja með því að það var mjög mikið að gera í morgun.
En þjálfunarleyfið fékkst svo loksins í dag þannig að ég fæ að stjórna einhverju á morgun og ég hlakka mikið til.
Hitinn var 42° klukkan 14 á flugvellinum í dag, merkilegt að ég er ekki grilluð í gegn, en það er skítakuldi inni og ég er alltaf í peysu.
Einkavél héðan bar kveðju frá mér til Keflavíkur, skondið að sjá BIKF á ræmunni.
Annars er allt rólegt, stefni á að fara í bankann og internetleiðangur í fyrramálið fyrir vaktina sem er seinnipartsvakt.

þriðjudagur, júní 16, 2009

Fyrsta vaktin

Jæja þá er fyrsta vaktin búin, venjan er að fylgjast með fyrstu vaktina og það var akkúrat það sem að ég gerði í dag. Ég sat og fylgdist með grundinni og þar var nóg að gera, en samt aldrei neitt klikkað, og svo datt það niður af og til. Þetta virðist ekki vera of flókið en ég þarf nú samt að leggja á þó nokkuð magn af upplýsingum á minnið.
Ég er nú samt ekki komin með þjálfunarleyfið þar sem að það stendur hvergi í skirteininu mínu að ég hafið verið að vinna síðastliðin ár og þá þarf að fá staðfestingu þess efnis frá Íslandi og helst með stimpli. Bjarni Páll er búinn að hjálpa mér með það og vonandi gengur það eftir á morgun. Ef ekki þá held ég bara áfram að hlusta.
Frank og Caroline eru bæði komin með sín þjálfunarleyfi.

mánudagur, júní 15, 2009

Línuskautar

Til að hvíla mig á lærdóminum þá skautaði ég 9,5 km meðfram ströndinni í dag, geggjað veður og gott útsýni. Labbaði heiman frá mér niður að ströndinni og skautaði svo út að Marina Mall.

Stoppaði á leiðinni og fékk mér ferskan ávaxta djús, nýkreistan.

Er hægt að hafa það betra?

Húsið mitt.

Þetta er húsið sem að ég bý í, næst eftsta hæð og akkúrat hornið sem að við sjáum ekki.

Íbúðin

Jæja, þá er ég loksins búin að kaupa myndavél og mynda alla íbúðina hátt og lágt, ég læt fylgja með teikningu af íbúðinni, hún er samt ekki alveg rétt en nógu rétt til að átta sig á hlutföllunum.
Ég labbaði í gær í Abu Dhabi Mall og það tók mig 20 mínúntur.
Fyrsta vaktin mín er á morgun og þá fæ ég bara að fylgjast með til að átta mig á hlutunum, fæ að taka í á miðvikudaginn og hlakka þvílíkt til.

Svalir út úr hjónaherberginu.

Hjónaherbergið.
Hjónaherbergið.

Bleika baðið inn af hjónaherberginu.

Inn í hjónaherbergið, baðið til hægri.

Litla herbergið.

Herbergisgangurinn, strax til vinstri er stóra herbergið svo baðherbergið og þá fram í forstofu.
Herbergið sem er við hliðiná baðherberginu, stærra herbergið.

Baðherbergið sem er inn á herbergisganginum.

Forstofan, stofan til vinstri, herbergisgangur beint áfram og baðherbergið til hægri.

Baðherbergið sem er í forstofunni.

Stofan frá forstofunni.
Stofan, hurðaropið til hægri á myndinni er fram í forstofu.

Útsýnið frá borðstofunni.

Svalirnar, rétt rúma skóstærð 39.

Borðstofan, eldhúsið til vinstri.

Eldhúsið séð frá vaskinum, borðstofan til vinstri, þjónustustúlkan fyrst til hægri og forstofan lengra til hægri.