föstudagur, júlí 31, 2009

Turnréttindi

26 þjálfunardagar með að minnsta kosti fjóra klukkutíma í stöðu hvern dag, þrjú bókleg próf og lokahinkkurinn í gærkvöldi.

Kvöldvakt frá 1930 - 0300;
1930 - 2100 í turnstöðu og spurt um öll tæki, takka og tól,
2115 - 2215 bóklegt próf,
2230 - 2400 í grundstöðu, mikið að gera og flókin umferð,
oo10 - 0100 munnlegt próf, erfiðara en ég átti von á,
0110 - 0200 farið yfir próf og stöður, niðurstaða:
verklegt 92
bóklegt 97
munnlegt 88
0230 - 0300 fyrsta konan til að vinna á eigin réttindum í turninum í Abu Dhabi, (vann reyndar grundina)

Kom heim í þvílíku spennufalli og gjörsamlega búin á því og fór því beint að sofa, önnur kvöldvakt í kvöld.
Þetta kallar maður próf ...

þriðjudagur, júlí 21, 2009

Ökuskirteini

Ég fór í verklega bílprófið í morgun, ósofin eftir næturvaktina, gleymdi meira að segja að fá mér morgunmat áður en ég mætti. En það hafði engin áhrif því að ég er komin með ökuskirteinið í hendurnar. Þetta var það mest aumasta ökupróf sem að ég hef heyrt um. Eftir töluverða bið inni á skrifstofu vorum við kallaðar út 12 saman og troðið upp í mini bus en ein í bílinn sjálfan. Og svo var keyrt af stað, út á götu, vinstri beygja og svo hægri og þá var stoppað, sú fyrsta hafði náð og næsta tók við, út götuna hægri beygja stoppað og þessi náði, næsta í próf. Svona var þetta koll af kolli. Ég fékk að keyra út götuna taka hægri beygju og svo aðra hægri beygju og stoppa.
Og fyrir þetta allt saman fékk ég ökuskirteini og má keyra út um víðan völl.
Nú þarf ég bara að ná fyrstu réttindum og kaupa bíl.
Hvernig bíl á ég að kaupa mér?
Ég sótti tölvugarminn úr viðgerð í dag og nú virkar garmurinn miklu betur og ég get leikið mér í tölvunni eins og enginn sé morgundagurinn.
Óskar er fastur í Nigeríu og kemst líklega ekkert í heimsókn til mín.
Ég er bara búin að steinsofa í allan dag, önnur næturvakt framundan.

Meira að austan

Jón Páll og Gamli
Krummarnir heita













Myndir að austan

Jón Páll heitir krummi sem situr hjá mér









mánudagur, júlí 20, 2009

10

Ég fékk 10 í bóklega bílprófinu í morgun, enda ekki erfitt próf.
Komin með arabíska þýðingu á ökuskirteininu og má því fara beint í road test, þarf ekki að taka neina ökutíma, jibbí jeij.

sunnudagur, júlí 19, 2009

Level 3

Þá hef ég lokið Level 3 af 4.
Tók próf í dag og fékk 86 og er nú bara nokkuð ánægð með það.
Lokaprófið er svo planað 30. júlí.

miðvikudagur, júlí 15, 2009

Úr húsdýragarðinum og Hellisgerði
















Vaktafrí og ökuskóli.

Þá er þetta vaktafrí að klárast og ég er ekkert búin að læra fyrir næsta próf sem er 19. júlí.
Ég er hins vegar búin að eyða öllum morgnum í ökuskólanum og fæ að taka bóklega prófið 20. júlí. Það tók Caroline ekki nema 10 mín að fá sitt ökuskirteini, Suður Afríka er á listanum en ekki Ísland.
Veðrið er alltaf eins, sól og um 40 stiga hiti. Skyggnið dettur niður í 2 km þegar rykið er mikið og hitinn minnkar að sama skapi. Það getur orðið mjög rakt á kvöldin og á næturnar en hingað til hefur ekki verið mjög rakt á daginn.
Gulli og Þórður Jón eru á Bakkafirði og verða þar næstu 3 vikurnar í góðu yfirlæti.

Út að borða enn og aftur.

Ég fór með svíunum út að borða á mánudagskvöldið á stað sem er á 31. hæð og snýst þannig að útsýni er nokkuð gott. Ég var komin snemma til að taka nokkrar myndir áður en myrkrið varð of mikið.
Sólin að setjast í mitri og eyðimerkurriki.

Magdalena og Göran.

Andreas og ég.
Alls staðar er verið að byggja háhýsi.

Gatan sem að ég bý við, ef vel er gáð þá sést í húsið mitt í fjarska vinstra megin við götuna.

15 - 20 mín labb í þennan garð frá húsinu mínu og nóg af leiktækjum fyrir Þórð Jón.

Corniche og Lulu Island.

Corniche og Lulu Island.

föstudagur, júlí 10, 2009

Það sem varð á vegi mínum í dag

Ég línuskautaði í Marina Mall (7km) og þetta sá ég:
árekstur tveggja leigubíla, engin slys en ég er hálf hrædd í umferðinni hér,

enginn á ströndinni nema einmanna ruslatunna og

menn að veiða nálægt Marina Mall.


Ég er svo búin að leggja mig og vöknuð fyrir næturvaktina.

Annar áfangi af fjórum kláraðist í þjálfuninni í gærkvöldi þegar ég kláraði 14. vaktina. Kláraði LVP prófið með stæl á miðvikudaginn og fékk 96.

miðvikudagur, júlí 08, 2009

LVP próf í dag.

Ég á sko að vera að læra undir próf en það er bara svo erfitt að halda sér við efnið.
Ég átti frábært vaktafrí og vinnan gengur vel.
Gulli og Þórður Jón ætla að koma til mín 4. ágúst og svo förum við saman til London þann 13. ágúst og þeir heim til Íslands þann 16. ágúst og sama dag fer ég til Abu Dhabi.
Ég var að vinna í gær og þá var B767 með plan frá Abu Dhabi til Dubai með kallmerkið ICE eitthvað, en þeir runnu út á plani og kölluðu ekkert í mig, skammirnir, það hefði verið gaman að segja góðan daginn á bylgjunni.

Ný stofa og æfingaraðstaða.

Hef sett upp æfingaraðstöðu í stofunni og hef því engar afsakanir lengur, ehemm.

Nýja stofan mín.

Ikea

Ekki fyrsta og ekki síðasta ferðin í IKEA.

Grand Mosque

Ég fór síðastliðinn sunnudag með Andreasi og Magdalenu að skoða stóru moskuna og hún er glæsileg verð ég að segja.

Margra tonna ljósakróna.

Mikið skraut.

Ég þurfti að klæðast búning.

föstudagur, júlí 03, 2009

Bílpróf og fleira

Ég fór í gær til að athuga með bílprófið, var send langt út í úthverfi borgarinnar bara til að fá þær upplýsingar að þar gætu þeir ekki talað við mig því að þar væri enginn kvnlæknir til að taka augnpróf. Ertu ekki að grínast??? Ég á sem sagt að fara á annan stað og stefni á að gera það á sunnudaginn.
Ég fékk formlegt umsóknareyðublað í Klúbbnum, þar er að mér skilst núna 12 mánaða biðtími, en vel þess virði.
DHL kom færandi hendi með bæði visa og euro kort svo að nú get ég eytt peningum eins og enginn sé morgundagurinn.
Í gærkvöldi fór ég út að borða með Andreas, Magdalenu og Göran vini þeirra á veitingastað í Marina Mall. Þessi staður er efst í turni og gólfið snýst svo að hægt er að sjá borgina vel. Góður matur en engir áfengir drykkir í boði þarna.
Stefnan er tekin á Klúbbinn í dag, brunch, bjór, sandur, sól og sjór.

fimmtudagur, júlí 02, 2009

Vaktasyrpa númer tvö búin.

Þá er önnur vaktasyrpan búin og komin júlí, ótrúlegt hvað tíminn líður hratt. Ég fór í próf síðasta sunnudag upp úr ICAO doc. 4444 og gekk vel, næsta próf er 8. júlí upp úr LVP og það er mér skilst frekar flókið. Vinnan gengur vel og ég er orðin nokkuð örugg á grundinni og turnstaðan er ekki svo flókin. Ég er búin með 10 þjálfunarvaktir af 25 þannig að þetta er allt í rétta átt.