Eftir leikinn hittum við Hlyn og Evu Huld óvænt í undergroundinu og við fórum öll og fengum okkur nokkra bjóra. Skemmtum okkur konunglega og vorum ekki alveg hress daginn eftir, einhver undarleg veiki herjaði á okkur, þorsti, höfuðverkur og almenn óþægindi.
Við lentum í London þann 28. febrúar og drifum okkur á fótboltaleik, Trinidad & Tobaco gegn Íslandi, heilmikið stuð þrátt fyrir 2 - 0 tap. Við sátum líka ekki með þessum 30 Íslendingum sem voru á svæðinu heldur með stuðningsmönnum T&T. Fyrir leik hittum við Íslending sem hefur búið hér í 7 ár og heitir Guðmundur.