fimmtudagur, október 26, 2006

Helgin 13. - 15. október 2006

Erna fór í félagsútilegu Hraunbúa í Vatnaskógi og skildi Gulla eftir heima.
Rúmlega 80 manns í ferðinni og hörkufjör.
Vatnaskógur
Erna súperskáti

þriðjudagur, október 24, 2006

5. - 9. september 2006

Við ætluðum upphaflega bara að vera í Boston til 7. september en fyrst að ferðadagurinn fór eins og hann fór framlengdum við dvölinni um tvo daga.
Við höfðum það alveg svakalega gott, borðuðum góðan mat, sváfum út, versluðum þar til kortið var við það að bráðna og fórum í góðar gönguferðir.
Við flugum svo heim þann 9. september og lentum heima þann 10.
Erna í Boston Common
Guðni að busla
Á röltinu

Þriðjudagurinn 5. september 2006

Stutt flug til Boston þennan daginn, eða það héldum við allavega.
Við lögðum af stað út á völl klukkan níu um morguninn og flugið átti að vera upp úr hádegi.
Bilun í tölvukerfi varð til þess að við biðum í þrjá klukkutíma í flugvélinni, fyrst við hliðið og svo út á rampi.
Eftir þrjá klukkutíma var okkur hent inn ásamt farþegum úr öðrum vélum og þar máttum við dúsa í til klukkan níu um kvöldið þegar við loksins fengum far með annari vél.
Það komu ekki allar töskurnar okkar á sama tíma til Boston þannig að þar tók við rúmlega klukkutíma bið eftir töskunum.
Við vorum ekki komin upp á hótel í Boston fyrr en að verða eitt um nóttina.
Gulli að teygja úr sér í litlu velinni út á rampi.
Komin til Boston en bíðum eftir töskunum.

Helgin 1. - 4. september 2006

Við fórum með Sean, nokkrum vinum hans og nokkrum hundum í bústað norðaustur af Toronto. Veðrið var ekki alveg að leika við okkur þessa helgi því að við fengum leyfar af fellibyl svo að það rigndi á okkur nær allan tímann.
Frábært að komast burt úr ys og þys borganna, slappa af í góðum félagsskap og borða góðan mat.
Allir að spila Scattirgories
Við Gulli vorum mjög nærri því að velta þessum.
Vatnið, báturinn og rólan
Sumarbústaðurinn

Föstudagurinn 1. september 2006

Við röltum um miðbæinn, kíktum í nokkrar búðir og upp í hæðstu byggingu Kananda.
Guðni að horfa niður úr CN Tower
CN Tower í Toronto

Fimmtudagurinn 31. ágúst 2006

Við keyrðum að Niagra fossunum sem eru á landamærum Bandaríkjanna og Kanada. Við röltum milli landa og skoðuðum fossana beggja vegna.
Niagra fossarnir
Flotti bílaleigubíllinn okkar

Miðvikudagurinn 30. ágúst 2006

Við flugum frá Calgary til Toronto þar sem að Sean og Wicket tóku ekki alveg á móti okkur en svona næstum því, það var smá misskilningur en við komumst alla leið.