
miðvikudagur, ágúst 30, 2006
Þriðjudagur
Við fórum í morgun að skoða risaeðlubeinagrindur og eyðimörk sem að er norðaustur af borginni. Magnað landslag og ótrúlega stór bein.

Mánudagur
mánudagur, ágúst 28, 2006
Banff
Klettafjöllin
Á laugardeginum keyrðum við norður um Klettafjöllin og til Canmore. Svakalega magnað landslag og tignarleg fjöll.
Waterton
Á fimmtudeginum vöknuðum við allt of snemma að kanadískum tíma en frekar seint að íslenskum því að það er 6 tíma munur á milli Calgary og Íslands.
Við pökkuðum í bílinn og komum við í nokkrum búðum og keyrðum svo suður til Waterton sem að er þjóðgarður rétt við landamæri USA. Þar tjölduðum við á tjaldsvæði þar sem að að svarti björn hefur verið að rölta um.
Á föstudeginum gengum við tæpa 9 km upp að Lake Crypt sem er líka 700 m hækkun. Það tók okkur þrjá klukkutíma, GEGGJAÐ landslag. Skokkuðum svo þessa tæpu 9 km til baka og náðum því á einum og hálfum tíma, bláar tær, tognaðir öklar og miklar harðsperrur.
Þarna er hópurinn við Lake Crypt og fjallið á bakvið okkur er í USA.
Við pökkuðum í bílinn og komum við í nokkrum búðum og keyrðum svo suður til Waterton sem að er þjóðgarður rétt við landamæri USA. Þar tjölduðum við á tjaldsvæði þar sem að að svarti björn hefur verið að rölta um.
Á föstudeginum gengum við tæpa 9 km upp að Lake Crypt sem er líka 700 m hækkun. Það tók okkur þrjá klukkutíma, GEGGJAÐ landslag. Skokkuðum svo þessa tæpu 9 km til baka og náðum því á einum og hálfum tíma, bláar tær, tognaðir öklar og miklar harðsperrur.
Þarna er hópurinn við Lake Crypt og fjallið á bakvið okkur er í USA.

fimmtudagur, ágúst 24, 2006
Kanada
Við lentum í Calgary upp 23 að staðartíma eftir langt ferðalag. Rúmir 6 tímar til Minniapolis þar sem var þriggja tíma stopp og annað flug til Calgary sem var tæpir 3 tímar. Guðni var bara furðu góður alla leiðina og vaknaði svo eldsnemma í morgun.
Leggjum af stað á eftir upp í Rocky Mountains í þriggja nátta útilega. Hlökkum geðveikt til.
Myndir seinna.
Leggjum af stað á eftir upp í Rocky Mountains í þriggja nátta útilega. Hlökkum geðveikt til.
Myndir seinna.
þriðjudagur, ágúst 22, 2006
föstudagur, ágúst 18, 2006
Helgin 11. - 13. ágúst 2006
Við fórum í Galtarlækjarskóg ásamt fleiru góðu fólki. Tjölduðum í yndislegum lundi í góðu veðri.
Valli spilaði á gítar á föstudagskvöldinu og við reyndum að syngja með. Á laugardeginum fór helmingurinn í nokkuð langa jeppaferð, við fórum Fallabak nyrðri með stoppi í Landmannalaugum og Ófærufossi og svo Fjallabak syðri til baka. Frábær rúntur.
Spiluðum um kvöldið inni í fortjaldinu hans Vals á meðan rigndi úti.
Allt var svo orðið þurrt á sunnudeginum þegar við pökkuðum niður og fórum heim.
Þeir sem voru í ferðinni vour:
Erna, Gulli, Valur, Tania, Kaja María, Alex Fróði, Valli, Herdís, Danni, Kristín, Victoría Jenný, Gulla, Heikir Örn og Sölvi Mar.

Valli spilaði á gítar á föstudagskvöldinu og við reyndum að syngja með. Á laugardeginum fór helmingurinn í nokkuð langa jeppaferð, við fórum Fallabak nyrðri með stoppi í Landmannalaugum og Ófærufossi og svo Fjallabak syðri til baka. Frábær rúntur.
Spiluðum um kvöldið inni í fortjaldinu hans Vals á meðan rigndi úti.
Allt var svo orðið þurrt á sunnudeginum þegar við pökkuðum niður og fórum heim.
Þeir sem voru í ferðinni vour:
Erna, Gulli, Valur, Tania, Kaja María, Alex Fróði, Valli, Herdís, Danni, Kristín, Victoría Jenný, Gulla, Heikir Örn og Sölvi Mar.


Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)