Við byrjuðum reyndar ferðina á fimmtudeginum 28. júní og gistum á bændagistingu rétt hjá Höfn í Hornafirði. Sveitahundurinn vildi endilega koma með okkur og fór ekki út úr bílnum fyrr en bóndinn kom og dró hann út.
Gulli og strákarnir út á landsenda.
Gulli að veiða, þessum var sleppt.
Móðursystur Ernu sem stóðu á bakvið öll herleg heitin, skipulagningu og mat ofan í her manns.
Gulli fór svo suður á sunnudeginum með hundana en Erna varð eftir í afslöppun. Hún fór svo inn á Akureyri með Járnbrá og Telmu Líf á þriðjudeginum með viðkomu í Jarðböðunum á Mývatni. Og alla leið suður á miðvikudeginum á bílnum hennar Rúnu frænku og með Kristófer Óla í aftursætinu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli