
Við lentum í Madrid í gær um kaffileytið og hér er skítakuldi. Við þurftum að kaupa húfu og vettlinga til að krókna ekki alveg úr kulda. Erum búina að taka því öfga rólega hér í dag í kuldanum.
Annars rólegur dagur hér í Cuzco, slakað á og horft á fótboltaleik á írskum bar, sáum kröfugöngur og vatnsslag. Kröfugöngur því að í dag voru ríkisstarfsmenn í verkfalli út um allt land og hafði það meðal annars áhrif á samgöngur. Vatnsslagurinn er hluti af kjötkveðjunni hér.
Tókum rútuna upp til týndu borgarinnar rétt upp úr hádegi og fengum alveg æðislegt veður, það var búið að rigna aðeins á okkur um morguninn. Magnaður staður, þvílíkt verk að setja þetta allt saman lengst upp á fjalli, ótrúlegt að þetta fannst ekki fyrr en 1911. Við mælum eindregið með heimsókn hingað, váááááá.
Við fórum í skoðunarferð um bæinn og nokkra Inka staði í morgun. Magnaðar byggingar og alveg ótrúlegt hvað þeir voru að gera hér áður en spánverjarnir komu og eyðulögðu það allt, eða mest allt.
Við lentum í Cuzco í morgun sem er í 3400m hæð (11.200 fet). Fundum ekkert fyrir hæðarveiki fyrr en við komum upp á hótel og löbbuðum upp stigann (20 þrep), þá vorum við móð og másandi. Drukkum Coca te en það hjálpar einmitt til með hæðarveiki, og lögðum okkur í smá tíma. Vöknuðum upp úr hádegi og röltum um bæjinn sem er frábær, hittum svo gaur sem heitir Erick Paz sem er búinn að sjá til þess að við höfum nóg að gera hérna næstu 6 daga, meðal annars tveggja daga dvöl í týndu borginni (Machu Picchu) og ferð um helga dalinn.
