laugardagur, febrúar 18, 2006

Cuzco

Við lentum í Cuzco í morgun sem er í 3400m hæð (11.200 fet). Fundum ekkert fyrir hæðarveiki fyrr en við komum upp á hótel og löbbuðum upp stigann (20 þrep), þá vorum við móð og másandi. Drukkum Coca te en það hjálpar einmitt til með hæðarveiki, og lögðum okkur í smá tíma. Vöknuðum upp úr hádegi og röltum um bæjinn sem er frábær, hittum svo gaur sem heitir Erick Paz sem er búinn að sjá til þess að við höfum nóg að gera hérna næstu 6 daga, meðal annars tveggja daga dvöl í týndu borginni (Machu Picchu) og ferð um helga dalinn.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

coca te, er það eitthvað ólöglegt, verður svoleiðis í teitinu???

Nafnlaus sagði...

Verður boðið upp á Coca te?

Erna Mjöll Grétarsdóttir sagði...

tad er ekki óloglegt hér og tad verdur ekki bodid upp á tad í teitinu.