þriðjudagur, ágúst 19, 2008
Sumarfrí búið
Við keyrðum svo heim laugardaginn 9. ágúst með tvo franska puttalinga eftir frábært þriggja vikna sumarfrí.
6. ágúst
5. ágúst
Við lögðum af stað frá Mývatni um morguninn, stoppuðum við Goðafoss.

Reyndar líka á Akureyri og svo í Borgarvirki þar sem við fengum okkur öll stuttan göngutúr. Erlendir ferðamenn ráku upp stór augu að sjá brjálaða kerlingu með barn hangandi framan á sér og tvo stóra hunda í bandi. Einn útlendingurinn bauðst til að taka mynd af herleg heitunum.

Við stoppuðum fleiri stopp til að borða og hlægja.

Enduðum á Stykkishólmi þar sem sólin skein og Þórður Jón hjálpaði mér að tjalda.
Reyndar líka á Akureyri og svo í Borgarvirki þar sem við fengum okkur öll stuttan göngutúr. Erlendir ferðamenn ráku upp stór augu að sjá brjálaða kerlingu með barn hangandi framan á sér og tvo stóra hunda í bandi. Einn útlendingurinn bauðst til að taka mynd af herleg heitunum.
Við stoppuðum fleiri stopp til að borða og hlægja.
Enduðum á Stykkishólmi þar sem sólin skein og Þórður Jón hjálpaði mér að tjalda.
Frídagur Verslunarmanna
Neskaupsstaður
Við eyddum Verslunarmannahelginni á Neistaflugi á Neskaupsstað með Valla, Herdísi, Kormáki og Höskuldi. Við vorum þar í góðu yfirlæti hjá pabba hennar Herdísar og hans fjölskyldu, fengum að tjalda í garðinum og inni var dekrað við okkur á allan hátt.
Veðrið var reyndar ekki upp á marga fiska, þoka, rigning og súld settu svip sinn á helgina og pollagallinn var tekinn upp í fyrsta skipti í þessari ferð.
Veðrið var reyndar ekki upp á marga fiska, þoka, rigning og súld settu svip sinn á helgina og pollagallinn var tekinn upp í fyrsta skipti í þessari ferð.
Bakkafjörður
Landsmót skáta 22. - 29. júlí.
Við vorum reyndar komin nokkrum dögum fyrr og fórum ekki fyrr en degi seinna.
Frábært mót, yndislegt veður og allir voru kátir.
Við Harpa, ásamt fleiri góðum Hraunbúum sáum um fjölskyldubúðir, skipulögðum dagskrá og vorum með risa tjald sem félagsheimili.
Stefnir frændi lánaði okkur húsbílinn sinn sem að kom að góðum notum sem kælikista, hleðslutæki og hundageymsla.
Frábært mót, yndislegt veður og allir voru kátir.
Við Harpa, ásamt fleiri góðum Hraunbúum sáum um fjölskyldubúðir, skipulögðum dagskrá og vorum með risa tjald sem félagsheimili.
Stefnir frændi lánaði okkur húsbílinn sinn sem að kom að góðum notum sem kælikista, hleðslutæki og hundageymsla.
19. - 22. júní
Við fórum í útilegu með fullt af góðu fólki á Álfaskeið, fengum sól og úrhellis rigningu. Mjög góð útilega þar sem vinir okkar komu okkur á óvart og buðu upp á kampavín og kökur í tilefni af 5 ára brúðkaupsafmælis okkar.
Við eigum góða vini, en ekki eins góða myndavél því hún var rafhlaðan hennar var tóm og við tókum engar myndir :-(
Við eigum góða vini, en ekki eins góða myndavél því hún var rafhlaðan hennar var tóm og við tókum engar myndir :-(
5. júlí
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)