
Við erum komin til Nýja Sjálands og til Bjarna frænda og það tók okkur ekki nema 10 ár að komast hingað. Það eru sem sagt 10 ár síðan Bjarni flutti og ég er búin að vera á leiðinni síðan þá. Bjarni sótti okkur út á flugvöll og við erum búin að vera í góðu yfirlæti hér í allt kvöld. Þarna er ég með frænkur mínar, Ólínu í fanginu og Freyju á gólfinu.
2 ummæli:
Guðni biður að heilsa frænkum sínum, hann er svaka spenntur fyrir dótinu hennar Freyju, hann á nefnilega alveg eins.
Erna þú tekur þig mjög vel út með barnið! er ekki annars komið í ofnin?
Danni
Skrifa ummæli