þriðjudagur, janúar 31, 2006

Rotorua

Við komum til Wellington á mánudegi og keyrðum norður til Rotorua á þriðjudegi og erum sem sagt komin aftur til Bjarna og Jackie og það er búið að rigna aðeins á okkur hér. Það er rólegur dagur framundan og á morgun ætlum við niður á strönd þar sem við verðum fram á sunnudag. Foreldrar Jackie eiga sumarhús við ströndina og Bjarni á bát þar með tengdapabba sínum svo að það verður nú ekki leiðinlegt hjá okkur. Það er alveg dekrað við mann hér.
Ólína (tveggja og hálfs) vaknaði snemma í morgun og kom fram í stofu til okkar þar sem að við lágum steinsofandi. Uppi á stofuborði var krem sem að Gulli notar til að bera á húðflúrið sitt og Ólína komst í túpuna og smurði þykku lagi framan í sig og í hárið á sér. Mjög feitt krem sem að situr enn að einhverju leyti í hárinu. Við göngum frá kreminu framvegis ;-)

Á norðurleið



Rivendell



Í skógarferð

Norðureyjan og Wellington


Á leið frá suðureyjunni


sunnudagur, janúar 29, 2006

Gríðarlega fallegt

Við fórum frá Queenstown á laugardaginn og keyrðum norður fyrir Christchurch með nokkrum stoppum þar á meðal við Mt Cook sem er hæðsta fjall Nýja Sjálands eða 3754 metrar. Við stoppuðum líka við brú þar sem fram fór teygjustökk en tókum ekki þátt í því, tókum bara myndir. Og fleiri fallegum stöðum stoppuðum við líka en þá var batteríið búið á myndavélinni. Á sunnudeginum keyrðum við svo norður meðfram austurstöndinni, í gegnum mikil vínræktarhéruð og alveg til Nelson og aftur aðeins til baka til Picton þar sem við erum núna (það er kominn mánudagur hjá okkur). Héðan tökum við svo ferjuna á eftir til Wellington sem að er höfuðborg Nýja Sjálands.
Það er alveg sama hvert litið er, hér er gríðarlega fallegt. Á 5 dögum erum við búin að keyra yfir 2000 km og erum bara búin að sjá brotabrot af suðureyjunni og það er alveg á hreinu að við ætlum að koma hingað aftur og skoða meira og betur.
Hver kemur með?

Nálæt Picton



Hvíld við tæra á


Mt Cook


Teygjustökk


föstudagur, janúar 27, 2006

Nugget Point


Queenstown




Lord of the Rings

Flott bru

Gallabuxur i solinni

Sunny beach

Nokkrir steinar

Massa flott land

Váááá, þetta land er æðislegt. Það er rosalega fallegt hér og margt hægt að gera.
Við höfum því miður ekki verið við nettengingu en tökum allar kvartanir alvarlega og setjum inn íslenska stafi og nokkrar myndir.
Sem sagt smá ferðasaga, eftir að við skildum við ykkur síðast þá keyrðum við suður á bóginn og nánast alla suðurströndina og stoppuðum á nokkrum fallegum stöðum. Við fundum svo B&B rétt fyrir utan Winton seint um kvöldið (eða um tíuleytið). Við lögðum af stað fyrir 10 á föstudeginum og keyrðum þá til Manapouri og þaðan til Te Anau með nokkrum stoppum á ótrúlega fallegum stöðum og meðal annars stað þar sem hluti að Lord of the Ring var tekin upp. Fengum okkur síðbúin hádegisverð í Te Anau og brunuðum svo til Queenstown þar sem að við erum núna. Snilldarbær, mekka ævintýramannsins. Við skoðuðum bæinn og fórum upp á hæð með kláf þar sem er alveg geggjað útsýni og þar fórum við líka á Luge sem að er bretti með hjólum sem að maður rennir sér á niður tilbúna braut. Fórum líka í minigólf (en ekki uppi á hæðinni), svo að borða, horfðum á götulistamann og röltum um bæinn. Frábær staður og við værum alveg til í að vera hér í heila viku.

miðvikudagur, janúar 25, 2006

Sudureyjan


Jaeja vid lenntum i Christchurch i gaer og fengum okkur bilaleigubil. Skodudum midbaeinn sem ad var nu ekki stor en trodfullur af folki, hatid gotulistamanna var i fullum gangi og skemmtilegar syningar ut um allt. Vid forum lika og skodudum flugstjornarmidstodina sem ad var mjog merkilegt tvi ad teir eru einmitt ad leita ad reyndum flugumferdarstjorum til ad koma hingad ad vinna. En hafid engar ahyggjur, launin eru ekkert til ad hropa hurra fyrir svo ad vid letum ekki freistast. Vid logdum svo af stad seinnipartinn sudur a boginn og stoppudum i litlum bae sem heitir Oamaru tar sem ad vid fundum B&B og vorum tar i nott. Tetta var audvitad ekki Bjarni og Jackie en nogu gott svona rett yfir nottina og i morgunmatinn. Vid gleymdum snurunni til ad nettengja tolvuna okkar svo ad engir islenskir stafir i tetta skiptid. Vid munum halda lengra sudur i dag og vonumst til ad geta sett inn myndir i kvold.

þriðjudagur, janúar 24, 2006

Rigning


Og þá er rigningin búin að ná okkur, það var bæði rok og rigning í allan dag og hvað gerir maður á svoleiðis dögum annað en að fá sér húðflúr. Reyndar ekki bæði, heldur bara Gulli.
Á morgun fljúgum við til Christchurch sem að er á suðureyjunni og tökum bílaleigubíl þar. Við ætlum að rúnta um eyjuna og enda á aftur hér í Rotorua á miðvikudaginn í næstu viku. Þetta er mjög gróf áætlun sem að er alls ekki heilög.
Við erum búin að vera hér í þvílíkt góðu yfirlæti, sofum með íslenskar sængur, borðum yndislegan mat, höfum frábæran félagsskap, við erum keyrð út um allt og búið að fara með okkur eins og kóngafólk. Ég varaði þau við að hafa svona vel fyrir okkur því að það myndi fréttast heim til Íslands og þau fengju fleiri í heimsókn, það finnst þeim alls ekkert slæmt. Það er búið að vera tær snilld að vera hér hjá þeim og ekki allt búið enn.

mánudagur, janúar 23, 2006

Márar






Fórum og kynntum okkur menningu máranna og höfðum mjög gaman af. Þetta byrjaði með rútuferð úr bænum sem að var þrælskemmtileg, bílstjórinn sem að einnig var farastjóri sagði okkur frá ýmsu í kringum siði og venjur, við völdum líka höfðingja til að fara fyrir hópnum. Svo var tekið á móti okkur að mára sið og við fengum að sjá mára að störfum og svo tóku þau nokkur þjóðlög fyrir okkur. Einnig fengum við að borða mat sem eldaður er í jörðinni að þeirra hætti og hann var alveg ljómandi góður, sérstakt viðar/eldbrað. Svo var sungið aðeins meira og meðal annars í rútunni heim. Fararstjórinn fékk áður kosinn höfðingja til að taka lagið og svo átti hann að velja annan til að taka næsta lag, Gulli var snöggur til og bauð fram íslenskan söng, og þá var ekki aftur snúið. En þar sem að hann kunni ekki textann fékk ég að syngja ein Krummi svaf í klettagjá. Ekki alveg það sem ég hefði kosið en ég mun bjóða hann fram í næstu verkefni. Allt var þetta alveg þrælskemmtilegt og fróðlegt.

í göngutúr úti í skógi

sunnudagur, janúar 22, 2006

Já það er fallegt hér

Bjarni í fullum herklæðum

KTM 525 EXC


Þarna brunar Gulli niður eina brekkuna.

Mótorkross


Gulli fékk aðeins að taka í hjólið hans Bjarna, þarna er Bjarni einmitt að sýna honum brautina sem að atvinnumenn keppa stundum á. Hún þykir mjög góð og á henni hefur verið keppt síðastliðin tvö ár í landskeppni. Þetta var í fyrsta skipti sem að Gulli fer á svona hjól og hann datt bara einu sinni og ekki illa. Allt gekk mjög vel og drengurinn jafnvel orðinn veikur fyrir svona hjólum.

Fórum út á bát


Ótrúlega fyndið. Við fórum að heimsækja tengdaforeldra Bjarna og þau búa út í sveit við á. Okkur langaði að fara í túristaferð um ánna en það var ekki í boði á heppilegum tíma. Tengdapabbi Bjarni, Trevor, fór niður að á, spjallaði við eitthvað fólk sem að hann þekkti ekki neitt og spurði hvort þau vildu ekki taka hring með okkur á ánni. Nema hvað, það var lítið mál, ég og Gulli fórum á annan bátinn og Bjarni skellti sér á sjóskíði (eitt skíði) og hann er einmitt að leggja af stað á myndinni.

Í dag við Huka Falls

Að leik í garðinum

Á rúntinum í gær

laugardagur, janúar 21, 2006

Risaróla


Við fórum líka í risarólu þar sem að við vorum dregin upp, alveg lengst upp, og svo látin detta niður þar sem að við sveifluðumst á miljón, þvílíkt adrenalínkikk, ég alveg titraði eftir á. Það er hægt að gera allt hérna, þvílíkt snilld.

Dýragarður


Við fórum í dýragarð í morgun og fengum meðal annars að klappa ljónsungum, ótrúlega nett.

föstudagur, janúar 20, 2006

Frændsystkinin

Heimamatur


Við fengum saltað nautakjöt og gulrótarköku í eftirrétt, alveg rosalega gott.

Komin til Bjarna frænda


Við erum komin til Nýja Sjálands og til Bjarna frænda og það tók okkur ekki nema 10 ár að komast hingað. Það eru sem sagt 10 ár síðan Bjarni flutti og ég er búin að vera á leiðinni síðan þá. Bjarni sótti okkur út á flugvöll og við erum búin að vera í góðu yfirlæti hér í allt kvöld. Þarna er ég með frænkur mínar, Ólínu í fanginu og Freyju á gólfinu.