fimmtudagur, júlí 27, 2006

13. - 17. júlí, Túnið 2006

Við flugum til Egilstaða á fimmtudeginum 13. júlí og fengum far hjá Hörpu, Hannesi og Guðna til Bakkafjarðar og þar vorum við meira og minna fram á mánudaginn 17. júlí.
Heimsóttum Hámundarstaði á föstudeginum og spiluðum á ættaróðalinu um kvöldið.
Gulli spilaði fótbolta á laugardeginum en við hin keyrðum Langanesið þvert og endilangt.
Við Gulli ásamt slatta af frændsystkinum mínum fórum á Papa ball á Þórshöfn á laugardagskvöldinu og húkkuðum far með hljómsveitinni til baka.
Örfá kíktum við út í Steintún og landsenda á sunnudeginum en heilsan var misgóð hjá fólki.
Fengum svo far hjá H&H til Egilstaða á mánudeginum þar sem að við tókum flugið heim.
Snilldar helgi, 14 af 19 frændsystkinum á svæðinu, eittvhað af mökum, börnum og vinum.

Engin ummæli: