laugardagur, desember 22, 2007

Göngutúr

Göngutúr úti í skógi og Þórður Jón kominn í nýju kerruna sína.

Á ströndinni

Við fórum á ströndina og nutum sólarinnar.

Systur

Freyja og Ólína að leika við Þórð Jón sem að er byrjaður að velta sér af maganum og yfir á bakið.

Nýja Sjáland

Við lögðum af stað til Nýja Sjálands 18. desember og lentum þar að morgni 20. desember, þreytt en sæl að vera komin alla leið og aðeins ein taska sem að týndist en kom daginn eftir.
Ingileif og Grétar á leið frá London til Hong Kong.

Smári

Hann heitir Smári og var skírður 15. desember.

föstudagur, desember 07, 2007

Þriggja mánaða í dag

Veikur og reynir að skipta út snuði og þumalfingri.

Drullupollur

Þeir bræður komust í drullupoll og bíða hér eftir að komast í bað.

Súkkulaði

Amman fór til útlanda og kom heim með súkkulaði og fullt af fötum á prinsinn.

Í lok nóvember

Mamman að baða einkasoninn

Þórður Jón á gólfinu með Nanuq

22. - 25. nóvember

Við fórum austur á land og hittum fullt af ættingjum. Gistum eina nótt hjá Rúnu frænku á Akureyri, hittum fullt af öðrum Husky hundum, meðal annars foreldra og einn bróðir Móra og Nanuqs.
Vorum svo tvær nætur í Hraungerði og hittum alla á Hraunstígnum svo heimsóttum Ingileif og Guðna í Dynskóga.

Þórður Jón og Guðni bóndi.

Móri og Nanuq hittu hestana og vildu ekki koma inn í bílinn aftur.

18. nóvember

Þann 18. nóvember var stofnuð ungskátasveitin Strumparnir, þarna eru nokkrir stofnendur ásamt foreldrum

laugardagur, nóvember 17, 2007

Frændur

Þröngt mega sáttir sitja. +
Frændur settir saman í einn vagn því Guðni stóri frændi var í sínum og bara tvær mömmur að ýta.

Villibráðahlaðborð

Við fórum ásamt fullt af góðu fólki á villibráðahlaðborð í Perlunni í gær, skemmtum okkur vel og borðuðum góðan mat.

fimmtudagur, nóvember 15, 2007

Afmæli

Bræðurnir Móri og Nanuq eru 1 árs í dag og slegist er um afmælisgjafirnar.

En alltaf eru þeir samt góðir.

miðvikudagur, nóvember 14, 2007

Nýr bíll

Nýji bíllinn okkar kom í dag, stórglæsilegur og rúmar alla fjölskyldumeðlimi.

En þetta er nú ekki eini nýji bíllinn á heimilinu því Gulli er kominn á nýjan vinnubíl sem var keyptur eftir innbrot og rúðubrot í þann gamla.

fimmtudagur, nóvember 01, 2007

Lítill frændi

Litli frændi kom í heiminn í dag klukkan 1734 með látum, 13,5 merkur og 48 cm.

Mamman fékk hann í afmælisgjöf og öllum heilsast vel.

þriðjudagur, október 30, 2007

Fyrsta skátaferðin

Erna Mjöll og Þórður Jón fóru um helgina ásamt tæplega 100 öðrum skátum úr Hraunbúum austur fyrir fjall í félagsútilegu.

Hér er hann sofandi í rútunni á leiðinni austur.

Fer ekki bara vel um mann? Hann náði að vekja alla foringjana fyrri nóttina og vel flesta seinni nóttina líka. Þegar hann er svangur þá vill hann borða og það strax.

Afinn kom svo og sótti okkur á sunnudeginum í öllum snjónum.

mánudagur, október 22, 2007

6 vikna skoðun

Þórður Jón fór í 6 vikna skoðunina í morgun og þar var hann mældur 5,5 kg og 60,5 cm, stór og stæðilegur strákur.

Hér eru svo allir strákarnir.

Móri sefur alltaf undir rúmminu hans Þórðar Jóns.

sunnudagur, október 07, 2007

Mánaðar gamall

Er maður ekki sætur???

Við fórum í smá göngutúr í gærdag.

Og svo er maður svo ofsalega glaður líka, farinn að brosa.

föstudagur, september 28, 2007

Þriggja vikna í dag

Við fjölskyldan úti að labba í haustinu.

Guðni, Jón Bjarni og Þórður Jón, góðir frændur.

þriðjudagur, september 25, 2007

4 fræknir og frændsystkin

Ferfætlingarnir á heimilinu hafa sýnt Dodda litla mikinn áhuga.
Gabríel Ingi, Þórður Jón og Fjóla Hreindís

Ungbarnaeftirlitið kom í dag og vigtaði guttann og er hann orðin 4930 grömm 18 daga gamall.

sunnudagur, september 23, 2007

Þórður Jón Guðlaugsson

Þá er prinsinn kominn með nafn og er alnafni afa síns.

Valli bakaði kökuna fyrir okkur og var hún jafn góð og hún er flott.

föstudagur, september 21, 2007

Tveggja vikna í dag

Litli gaurinn er orðinn tveggja vikna og dafnar vel.

Pabbinn skrapp til Bandaríkjanna með Hannesi og Harpa og Guðni gistu hjá okkur á meðan, sætir og sofandi frændur.

Amman kom í vikunni og fékk að baða snáðann.

Mamman er komin á blóðþrýstingslyf og er öll að koma til.
Það styttist í skírnina, en hvað finnst ykkur að hann eigi að heita???

laugardagur, september 15, 2007

föstudagur, september 14, 2007

Þá eru allir komnir heim

Við komum heim í dag og þarna er kúturinn okkar nýbaðaður og klæddur tilbúinn til heimferðar.

Þeir voru mjög forvitnir þeir Móri og Nanuq.

Þá er prinsinn orðinn vikugamall, sprækur sem lækur og orðinn þyngri en þegar hann fæddist.
Mamman er öll að jafna sig og hefur heilsan farið upp á við síðustu daga sem og blóðþrýstingurinn sem þarf að passa og þarf hún því að taka því rólega.

sunnudagur, september 09, 2007

07.09.07.

KL.21:40 þann 07.09.07 fæddist drengur, 18 merkur og 54,5cm heilbrigður og hraustur.





mánudagur, september 03, 2007

Nú styttist...

... í að litli Gulli komi í heiminn. Við erum búin að fá tíma í gangsetningu á miðvikudagskvöldið.

1. september 2007

Lára og Halli giftu sig á laugardaginn og voru alveg stórglæsileg.

Háborðið og magnað útsýni á bakvið.

sunnudagur, ágúst 19, 2007

18. ágúst

Guðjón og Þóra giftu sig í gær og voru með veisluna upp í Hvalfirði.

Þóra sæta.

Guðjón og Inga Dís.