föstudagur, september 14, 2007

Þá eru allir komnir heim

Við komum heim í dag og þarna er kúturinn okkar nýbaðaður og klæddur tilbúinn til heimferðar.

Þeir voru mjög forvitnir þeir Móri og Nanuq.

Þá er prinsinn orðinn vikugamall, sprækur sem lækur og orðinn þyngri en þegar hann fæddist.
Mamman er öll að jafna sig og hefur heilsan farið upp á við síðustu daga sem og blóðþrýstingurinn sem þarf að passa og þarf hún því að taka því rólega.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með að vera komin heim yndislega fjölskylda. Bestu kveðjur úr hinum endanum á húsinu....Rakel, Sindri, Jón Bjarnig og Sigrún Maggý

Nafnlaus sagði...

Hæ Erna og Gulli, við samgleðjumst ykkur, til hamingju með sveininn, flottur þessi, fljótlega verðið þið að breyta nfninu á bloggsíðunni ernaoggulliog....... Kveðja héðan frá Líberíu, V-Afríku, Biggi, Sike og Eiríkur

Nafnlaus sagði...

Gott er að sjá að allir eru komnir heim en Erna mín mundu bara að taka því rólega Kveðja að austan Freydís

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með prinsinn elskurnar mínar!
Hann er æðislegur!
Þúsund kossar og knús,
Krissa, Hajlli og börn.

Nafnlaus sagði...

Velkomin heim og farðu vel með þig Erna:)
Fáum svo að kíkja á okkur þegar flensan er liðin hjá á þessu heimili.

Kv Kristín og Danni