mánudagur, janúar 14, 2008

Nýja Sjáland

Já það er soldið öðruvísi að ferðast með barn, við gefum okkur ekki eins mikinn tíma til að blogga og þess vegna koma þessar myndir svona seint inn.
En betra er seint en aldrei eins og maðurinn sagði.

Við lögðum af stað til Nýja Sjálands þann 18. desember og komum heim aftur þann 10. janúar. Ferðalangar voru auk okkar þriggja Grétar, Brynhildur og Ingileif. Harpa, Hannes, Guðni og Smári hittu okkur svo þar ytra milli jóla og nýárs og ferðuðust með okkur.

Jólunum eyddum við með Bjarna og Fjölskyldu í Rotorua. Áramótunum eyddum við í Queenstown á Suðureyjunni.

Ferðirnar gengu vel, Þórður var góður í öllum flugvélum og bílum, draumabarn að ferðast með í alla staði. Við erum bara enn að reyna að snúa sólarhringnum við.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Flottar myndir af greinilega skemmtilegri ferd! Gaman ad sjá hvad Thórdur Jón er afslappadur á ollum myndum, ásamt ykkur ollum. Ekki leidinlegt ad eyda jólunum í einu fallegasta landi í heimi!

kvedja

Dolli