föstudagur, desember 30, 2005

12 tíma flug

Lengsta flug sem við höfum farið í og við töpuðum 8 tímum á þessu ferðalagi.
Við erum semsagt komin til Hong Kong og upp á hótel og erum hálfþreytt. Klukkan er um 1030 og við náðum bara að leggja okkur í um 3 til 4 tíma í flugvélinni. Við áttum reyndar von á að flugið yrði erfiðara en það var.
Hér er um 15 stiga hiti, lágskýjað og blautt. Vonandi styttir upp fljótlega.
Hong Kong er mögnuð borg, þvílíkar byggingar og andstæður og hafnir og gámar og mannvirki og hvergi rusl að sjá, allt svo hreint og fínt (enn sem komið er), flugvöllurinn magnaður svo vel skipulagður og flottur og allur nýr.
Hér fyrir neðan eru svo myndir út um hótelgluggann okkar.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Váá, geðveikt.

Nafnlaus sagði...

Komið sæl takk fyrir kortið það verður gaman að fylgjast með ykkur hafið það sem best kveðja frá öllum á Bakkafirði

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir jólakortið. Gaman að fylgjast með ykkur. Gangi ykkur vel í ferðinni. Bjorg,Thordur og Einar Geir.

Nafnlaus sagði...

Verðum á síðunni næstu mánuði.