miðvikudagur, desember 28, 2005

16 klukkutímar

Við eigum að fara í loftið klukkan 1700 og við erum ekki enn byrjuð að pakka. Og ég nenni ómögulega að byrja á því núna. Ætti helst að fara að sofa og byrja frekar í fyrramálið.
Ég heyrði í Bjarna frænda áðan og hann ætlar að sækja okkur út á flugvöll þegar við lendum á Nýja-Sjálandi þann 20. janúar.
Það verða viðbrigði að fara úr skammdegi, roki og rigningu og inn í sumar, sól og hita.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Góða ferð Gulli og Erna - hlakka til að fylgjast með framvindu ferðarinnar. Ekki pakka of miklu - bara taka með sér vísakort og fartölvu.

Kveðja

Sölvi

Erna Mjöll Grétarsdóttir sagði...

við ætlum líka að taka sandala og ermalausan bol, en aðalatriðið er auðvitað visa frændi.

Nafnlaus sagði...

Loksins man ég eftir að fara inn á síðuna ykkar..... Það verður gaman að fylgjast með ykkur og eigiði góða og skemmtilega ferð :)

Nafnlaus sagði...

Góða ferð Gulli og Erna