mánudagur, ágúst 28, 2006

Waterton

Á fimmtudeginum vöknuðum við allt of snemma að kanadískum tíma en frekar seint að íslenskum því að það er 6 tíma munur á milli Calgary og Íslands.
Við pökkuðum í bílinn og komum við í nokkrum búðum og keyrðum svo suður til Waterton sem að er þjóðgarður rétt við landamæri USA. Þar tjölduðum við á tjaldsvæði þar sem að að svarti björn hefur verið að rölta um.
Á föstudeginum gengum við tæpa 9 km upp að Lake Crypt sem er líka 700 m hækkun. Það tók okkur þrjá klukkutíma, GEGGJAÐ landslag. Skokkuðum svo þessa tæpu 9 km til baka og náðum því á einum og hálfum tíma, bláar tær, tognaðir öklar og miklar harðsperrur.
Þarna er hópurinn við Lake Crypt og fjallið á bakvið okkur er í USA.

Engin ummæli: