föstudagur, júlí 03, 2009

Bílpróf og fleira

Ég fór í gær til að athuga með bílprófið, var send langt út í úthverfi borgarinnar bara til að fá þær upplýsingar að þar gætu þeir ekki talað við mig því að þar væri enginn kvnlæknir til að taka augnpróf. Ertu ekki að grínast??? Ég á sem sagt að fara á annan stað og stefni á að gera það á sunnudaginn.
Ég fékk formlegt umsóknareyðublað í Klúbbnum, þar er að mér skilst núna 12 mánaða biðtími, en vel þess virði.
DHL kom færandi hendi með bæði visa og euro kort svo að nú get ég eytt peningum eins og enginn sé morgundagurinn.
Í gærkvöldi fór ég út að borða með Andreas, Magdalenu og Göran vini þeirra á veitingastað í Marina Mall. Þessi staður er efst í turni og gólfið snýst svo að hægt er að sjá borgina vel. Góður matur en engir áfengir drykkir í boði þarna.
Stefnan er tekin á Klúbbinn í dag, brunch, bjór, sandur, sól og sjór.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Plan dagsins hljómar ótrúlega vel !/Egill Már

Nafnlaus sagði...

Þetta er allt í lagi líf.
Þarf nokkuð að mæta í vinnu nema bara þegar maður man eftir?
TV.

Erna Mjöll Grétarsdóttir sagði...

Þetta er frekar ljúft líf ;-)

Nafnlaus sagði...

Við Jón Bjarni erum á Vagnstöðum að vinna, gaman að sjá hvað þetta gengur allt vel, fáðu þér bara reiðhjól og hættu þessu veseni.
kv Sindri og Jón Bjarni

Nafnlaus sagði...

ohh ljúfa líf:)
kv Jóhanna