miðvikudagur, júlí 15, 2009

Vaktafrí og ökuskóli.

Þá er þetta vaktafrí að klárast og ég er ekkert búin að læra fyrir næsta próf sem er 19. júlí.
Ég er hins vegar búin að eyða öllum morgnum í ökuskólanum og fæ að taka bóklega prófið 20. júlí. Það tók Caroline ekki nema 10 mín að fá sitt ökuskirteini, Suður Afríka er á listanum en ekki Ísland.
Veðrið er alltaf eins, sól og um 40 stiga hiti. Skyggnið dettur niður í 2 km þegar rykið er mikið og hitinn minnkar að sama skapi. Það getur orðið mjög rakt á kvöldin og á næturnar en hingað til hefur ekki verið mjög rakt á daginn.
Gulli og Þórður Jón eru á Bakkafirði og verða þar næstu 3 vikurnar í góðu yfirlæti.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú hefðir kannski átt að fara fyrst til Suður Afríku og fá ökuskírteini þar, kannski hefði það verið fljótlegra.
Harpa

Erna Mjöll Grétarsdóttir sagði...

Svei mér þá ef að það hefði ekki bara verið einfaldara.

Nafnlaus sagði...

Þú hefðir átt að prófa að sýna UN ökuskirteinið ? /EM