föstudagur, júlí 31, 2009

Turnréttindi

26 þjálfunardagar með að minnsta kosti fjóra klukkutíma í stöðu hvern dag, þrjú bókleg próf og lokahinkkurinn í gærkvöldi.

Kvöldvakt frá 1930 - 0300;
1930 - 2100 í turnstöðu og spurt um öll tæki, takka og tól,
2115 - 2215 bóklegt próf,
2230 - 2400 í grundstöðu, mikið að gera og flókin umferð,
oo10 - 0100 munnlegt próf, erfiðara en ég átti von á,
0110 - 0200 farið yfir próf og stöður, niðurstaða:
verklegt 92
bóklegt 97
munnlegt 88
0230 - 0300 fyrsta konan til að vinna á eigin réttindum í turninum í Abu Dhabi, (vann reyndar grundina)

Kom heim í þvílíku spennufalli og gjörsamlega búin á því og fór því beint að sofa, önnur kvöldvakt í kvöld.
Þetta kallar maður próf ...

20 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til Hamingju !!! Þú ert bara snillingur./EM

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með réttindin. Kv,María

Nafnlaus sagði...

Innilega til hamingju, það verður gaman hjá þér að mæta í vinnuna en ekki í þjálfun.
Harpa.

Nafnlaus sagði...

Til hamingju, þú er alveg frábær. Hitti þá feðga Gulla og Þórð Jón í gær. Mikið er hann Þórður litli flottur. Meira að segja byrjaður að segja afi (sem reyndar er ai)
Kveðja pabbi

Nafnlaus sagði...

Brilliant..
Til lukku með þennan snilldarárangur hjá þér!!

kveðja,
Fjölskyldan á Suðurhvammi 7

Nafnlaus sagði...

Booommm, hviiiisssss, tappinn úr, skál fyrir frábærum árangri.
Innilega til hamingju Erna mín. Það verður ekki slæmt að eiga þig að :-))

Kv.
TV

Nafnlaus sagði...

Til hamingju Erna frænka
vel gert hjá þér
Kveðja Bjarni

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með þetta. Þetta er alvöru próf.

kv
GE, EK, AZ & KO

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með þetta, glæsilegar tölur :)
Kveðja
Óskar og Ásta

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með áfangann. Frábær árangur, enda ekki von á öðru frá þér mín kæra.
Bestu kveðjur úr bumbulandi, NV

Nafnlaus sagði...

Til hamingju!
EE

Nafnlaus sagði...

Innilega til hamingju með þennan glæsta árangur Erna;)
Hlökkum til að sjá þig eftir nokkra daga jeiiiii:)

Kv Kristín og Danni.

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með þetta! Kveðja af klakanum!

Kveðja
JA

Nafnlaus sagði...

Glæsilegt - til hamingju :)
kv.Rakel

Nafnlaus sagði...

frábært hjá þér, ég er stoltur af þér litla systir.

Nafnlaus sagði...

frábært hjá þér, ég er stoltur af þér litla systir.

Nafnlaus sagði...

Til hamingja Gamla! Stendur þig frábærlega eins og þín er von og vísa./DM

Nafnlaus sagði...

Magnað!:D til hamingju frænka:)
kv
Jóhanna

Nafnlaus sagði...

til lukku með frábæran árangur! :) ekki við öðru að búast..
Kv. SE

Nafnlaus sagði...

þá er það opinbert, þú ert ömurlegur bloggari ;-)

Harpa