föstudagur, júlí 10, 2009

Það sem varð á vegi mínum í dag

Ég línuskautaði í Marina Mall (7km) og þetta sá ég:
árekstur tveggja leigubíla, engin slys en ég er hálf hrædd í umferðinni hér,

enginn á ströndinni nema einmanna ruslatunna og

menn að veiða nálægt Marina Mall.


Ég er svo búin að leggja mig og vöknuð fyrir næturvaktina.

Annar áfangi af fjórum kláraðist í þjálfuninni í gærkvöldi þegar ég kláraði 14. vaktina. Kláraði LVP prófið með stæl á miðvikudaginn og fékk 96.

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Glæsilegt !!/EM

Nafnlaus sagði...

Hæ.

Gaman að sjá að allt gengur vel í sandinum.

Kærar kveðjur af Miðnesheiði.

HW :)

Nafnlaus sagði...

Glæsilegt Erna - enda ekki við öðru að búast af svona duglegri stelpu eins og þér :) :)
Kveðja úr sólinni, Rakel

Nafnlaus sagði...

Þetta er magnað. Það er að segja LVP prófið, ég held að hinir ættu að fara í bílpróf með þér!
Kv.
TV

Erna Mjöll Grétarsdóttir sagði...

Sammála þér TV með bílprófið, ég er stundum ansi hrædd í leigubílunum hér :-þ

Nafnlaus sagði...

Til hamingju:)
Kv Jóhanna

Nafnlaus sagði...

Ekki átti ég von á öðru frá þér en að sjá frábæra frammistöðu. Til hamingju. Annars er sennilega lítið hægt að gera í akstursmálum heimamanna: ef Allah vill að það verði árekstur, þá verður árekstur. Svo til hvers að læra?
KKKK

Nafnlaus sagði...

Hæ.
Gott að sjá að vel gengur hjá þér. Staðurinn virkar alls ekki illa á mann, væri gaman að sjá myndir úr vinnunni líka.
Til hamingju með áfangann.

Hlakka til að sjá meira,
kveðja, NV

Erna Mjöll Grétarsdóttir sagði...

Já það væri mjög gaman að setja inn myndir úr vinnunni, en það má víst ekki taka myndir þar svo að þú verður bara að koma og skoða ;-)

Og KK ég er oft skelkuð í umferðinni hér, ég væri alveg til í að senda nokkra til þín í upprifjun.