þriðjudagur, júlí 21, 2009

Ökuskirteini

Ég fór í verklega bílprófið í morgun, ósofin eftir næturvaktina, gleymdi meira að segja að fá mér morgunmat áður en ég mætti. En það hafði engin áhrif því að ég er komin með ökuskirteinið í hendurnar. Þetta var það mest aumasta ökupróf sem að ég hef heyrt um. Eftir töluverða bið inni á skrifstofu vorum við kallaðar út 12 saman og troðið upp í mini bus en ein í bílinn sjálfan. Og svo var keyrt af stað, út á götu, vinstri beygja og svo hægri og þá var stoppað, sú fyrsta hafði náð og næsta tók við, út götuna hægri beygja stoppað og þessi náði, næsta í próf. Svona var þetta koll af kolli. Ég fékk að keyra út götuna taka hægri beygju og svo aðra hægri beygju og stoppa.
Og fyrir þetta allt saman fékk ég ökuskirteini og má keyra út um víðan völl.
Nú þarf ég bara að ná fyrstu réttindum og kaupa bíl.
Hvernig bíl á ég að kaupa mér?
Ég sótti tölvugarminn úr viðgerð í dag og nú virkar garmurinn miklu betur og ég get leikið mér í tölvunni eins og enginn sé morgundagurinn.
Óskar er fastur í Nigeríu og kemst líklega ekkert í heimsókn til mín.
Ég er bara búin að steinsofa í allan dag, önnur næturvakt framundan.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Tl hamingju dóttir góð, hef alltaf haft trú á þér sem bílstjóra.Fáðu þér samt sterkan og góðann bíl með miklu járni.
Pabbi

Nafnlaus sagði...

Sammála pabba þínum, sjáumst eftir 2 vikur !/Egill Már

Erna Mjöll Grétarsdóttir sagði...

Planið er að fá sér bandarískt stál, nógu stórt fjölskylduna og gesti.

Nafnlaus sagði...

Þetta minnir á bílprófið hjá einni ónefndri alþjóðastofnun:-))
Kv.

TV

Nafnlaus sagði...

til hamingju:) mæli með stórum bíl þar sem ég get alveg tekið eitt og hálft rassapláss:p hheh
kv
Jóhanna

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með þetta. Þeir eru greinilega ekkert að flækja hlutina á þessu stigi. Ef þú hefur haft þolinmæði til að komast þetta langt í ferlinu þá hefur Allah velþóknun á þér og ekkert stoppar þig eftir það. Fékkstu mótorhjólaréttindin líka? Þeir draga kannski mörkin þar? Gangi þér allt í haginn.
Kjartanlegar kveðjur í sandkassann,
KK