sunnudagur, júní 21, 2009

21. júní 2009

Í dag eigum við Gulli 6 ára brúðkaupsafmæli, ég er nývöknuð eftir næturvakt og hann er í útilegu heima á Íslandi með einkaerfingjanum.
Allavega þá gekk næturvaktin ljómandi vel, það var mikið að gera fram til 3, ég var í stöðu milli 2230 og 0030 og svo aftur milli 0400 og 0600. Það er mikið að gera alveg til 3 á næturnar og svo EKKERT til svona hálf sex. Ég fékk þó að sjá sólarupprásina og upplifa kyrrðarstund í turninum. Önnur næturvakt í kvöld og svo vaktafrí í 4 daga.
Minnsti hitnn sem að ég sá í nótt voru 27° klukkan 5 í morgun, já sæll eigum við að ræða það eitthvað?

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með brúðkaupsafmælið !!/Egill Már

Nafnlaus sagði...

Nei en skemmtileg tilviljun, ég á líka brúðkaupsafmæli í dag ;-) Til hamingju með daginn litla systir.
kv. Harpa.

Nafnlaus sagði...

Sæl Erna og Gulli, til hamingju með daginn. Sumarsólstöður í dag - við pabbi þinn ætlum að ganga á e-ð fjall seinna í dag í tilefni dagsins. Tengdasonur minn og svilkona eiga afmæli í dag og Harpa og Hannes brúðkaupsafmæli svo það er margt að fagna! Vonandi verður fallegt sólarlag eða "fallegur niðurgangur" eins og mér varð á að segja fyrst eftir að ég kom til Íslands! Gengur sólin annars ekki niður? Ha Ha Ha :) Hafðu það sem allra best. Kveðja Sigrún og pabbi.

Nafnlaus sagði...

Til lukku með daginn.
Við söknuðum þín í útilegunni um helgina! Vonandi verður þú með næst þegar að hópurinn kemur saman að ári!!

Kv Danni.

Nafnlaus sagði...

Hæ Erna - til hamingju með brúðkaupsafmælið (og Gulli og Harpa og Hannes auðvitað líka) - heyrði í Hörpu í morgun og hún minntist ekki orði á þetta en sagði mér samt frá því að þú værir að blogga - "einhver" hafði gleymt að segja mér frá því - trúir þú því nokkuð he he he he... Gaman að fylgjast með og sjá að allt gengur vel. kv.Rakel

Nafnlaus sagði...

Lifið öll í lukku!
Kv.
TV

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir kveðjurnar kæru vinir.
Erna Mjöll