föstudagur, júní 19, 2009

Snilldin ein.

Fór á vaktina í gær og fékk að tala og stjórna og fyrsta vélin sem að ég talaði við var TF ELK með íslenskum flugmönnum, góðan daginn. Ég var þvílíkt stressuð fyrst en sjálfstraustið kom fljótt og þetta var svakalega gaman. Það var ekki mikið að gera fyrripartinn en töluvert mikið síðasta einn og hálfa tímann. Það er mikið að læra og margt nýtt, ég hlakka mikið til að takast á við þetta verkefni. Allir mjög almennilegir og kurteisir og ég get bara engan veginn kvartað yfir neinu. Önnur kvöldvakt í kvöld og svo taka við tvær næturvaktir, laugardag og sunnudag.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sæl Erna! Til hamingju með kvennréttindadaginn!! Gaman að lesa um hvernig gengur hjá þér. Þú virðist vera dálítið "hátt uppi"! Það verður gaman að fylgjast með ykkur þarna suður frá. Bestu kveðjur Sigrún

Nafnlaus sagði...

Gaman að sjá hvað þú ert dugleg að setja inn upplýsingar um hvað þú ert að gera :)... Kíki mjög reglulega á þetta hjá þér.... Haltu áfram góðu gengi...

kveðja,
Fjölskyldan Suðurhvammi 7