miðvikudagur, júní 17, 2009

Vakt númer 2

Þjálfunarleyfið var ekki komið í morgun svo að ég fékk bara að hlusta og merkja ræmur, enda kannski alveg nóg til að byrja með því að það var mjög mikið að gera í morgun.
En þjálfunarleyfið fékkst svo loksins í dag þannig að ég fæ að stjórna einhverju á morgun og ég hlakka mikið til.
Hitinn var 42° klukkan 14 á flugvellinum í dag, merkilegt að ég er ekki grilluð í gegn, en það er skítakuldi inni og ég er alltaf í peysu.
Einkavél héðan bar kveðju frá mér til Keflavíkur, skondið að sjá BIKF á ræmunni.
Annars er allt rólegt, stefni á að fara í bankann og internetleiðangur í fyrramálið fyrir vaktina sem er seinnipartsvakt.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ég veifa vélinni ef ég sé hana fljúga hér yfir, er í útilegu liggaliggalá.
kv. Harpa

Nafnlaus sagði...

það hefur nú verið skemmtilegt að merkja :)... Gaman að sjá myndir.... kveðja,
Helgi, Anna Ósk og Gabríel Ingi.

Hvar eigum við svo að sofa????'

ertu með addressu sem ég get sent á þig???? er búin að ná í greys alla nýjustu seríuna fyrir þig.

Nafnlaus sagði...

Vélin skilaði kveðjunni, þetta hljómar spennandi./Egill Már

Unknown sagði...

Þegar þú segir mikið að gera hvað eru það margar vélar í klst.?
Það er greinilega gott að maður er hærður á bringunni ef hitinn er alltaf við frostmark inni :-)
Kv.
TV

Unknown sagði...
Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.
Nafnlaus sagði...

17 vélar outbound milli 0415 og 0515 Z og nokkrar inbound.
13 vélar outbound milli 0600 og 0635 Z og nokkrar inbound.

Ég mun setja símanúmer og heimilisfang inn á síðuna mjög fljótlega, það væri frábært að fá nokkra Greys.

Erna Mjöll