þriðjudagur, júní 16, 2009

Fyrsta vaktin

Jæja þá er fyrsta vaktin búin, venjan er að fylgjast með fyrstu vaktina og það var akkúrat það sem að ég gerði í dag. Ég sat og fylgdist með grundinni og þar var nóg að gera, en samt aldrei neitt klikkað, og svo datt það niður af og til. Þetta virðist ekki vera of flókið en ég þarf nú samt að leggja á þó nokkuð magn af upplýsingum á minnið.
Ég er nú samt ekki komin með þjálfunarleyfið þar sem að það stendur hvergi í skirteininu mínu að ég hafið verið að vinna síðastliðin ár og þá þarf að fá staðfestingu þess efnis frá Íslandi og helst með stimpli. Bjarni Páll er búinn að hjálpa mér með það og vonandi gengur það eftir á morgun. Ef ekki þá held ég bara áfram að hlusta.
Frank og Caroline eru bæði komin með sín þjálfunarleyfi.

Engin ummæli: