þriðjudagur, janúar 24, 2006

Rigning


Og þá er rigningin búin að ná okkur, það var bæði rok og rigning í allan dag og hvað gerir maður á svoleiðis dögum annað en að fá sér húðflúr. Reyndar ekki bæði, heldur bara Gulli.
Á morgun fljúgum við til Christchurch sem að er á suðureyjunni og tökum bílaleigubíl þar. Við ætlum að rúnta um eyjuna og enda á aftur hér í Rotorua á miðvikudaginn í næstu viku. Þetta er mjög gróf áætlun sem að er alls ekki heilög.
Við erum búin að vera hér í þvílíkt góðu yfirlæti, sofum með íslenskar sængur, borðum yndislegan mat, höfum frábæran félagsskap, við erum keyrð út um allt og búið að fara með okkur eins og kóngafólk. Ég varaði þau við að hafa svona vel fyrir okkur því að það myndi fréttast heim til Íslands og þau fengju fleiri í heimsókn, það finnst þeim alls ekkert slæmt. Það er búið að vera tær snilld að vera hér hjá þeim og ekki allt búið enn.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Er verið að láta tattoo orðið mamma á sig

Nafnlaus sagði...

Ég held þau geti bara alveg byrjað að svitna, Guðni er strax farinn að spyrja hvenær hann fái að heimsækja frænkur sínar ;)

Nafnlaus sagði...

Er þetta Tottenham merkið sem að þú ert að láta flúra á þig Gulli??????

Nafnlaus sagði...

mér sýnist þetta vera Arsenal merkið. :)

Kveðja
Óskar

Nafnlaus sagði...

Ég á nú ekki von á því að Gulli fari að setja eitthvað drasl merki á sig þannig að það getur ekki verið annað en Liverpool! sé það fótboltamerki!

Nafnlaus sagði...

Nei Gulli ákvað víst að vera svolítið "öðruvísi" og lét setja á sig merki Þróttar Neskaupstað.