fimmtudagur, janúar 12, 2006

Vááá


Takk fyrir allar afmæliskveðjurnar. Síðasta ár var 8 klukkutímum styttra en flest önnur, en ég ætla að nýta mér þetta og halda upp á afmælið i 32 klukkutíma, eða til miðnættis að íslenskum tíma. Ég er sem sagt orðin þrítug og komin á fertugsaldurinn.

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Kveðja af vaktinni!
Til hamingju með STÓRA daginn!!
Njóttu vel.
Skemmtið ykkur vel í reisunni.
NV, HK, HH, ME, GF, BT og HW

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með daginn Erna min.
og bjarta framtíð
gömlu hjónin í sveitini

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með daginn litla systir, velkomin á fertugsaldurinn.
Gaman að fylgast með ykkur í útlandinu.

Erna Mjöll Grétarsdóttir sagði...

Takk fyrir góðar kveðjur, það er ljómandi fínt að vera komin á fertugsaldurinn.

Nafnlaus sagði...

Hæ Erna mín og til hamingju með daginn. Láttu Gulla kyssa þig frá mér........

Kveðja
Guðrun Ásta

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með afmælið unga mær.
Bestu kveðjur
HZ

Nafnlaus sagði...

Elku Erna Mjöll. Til hamingju með daginn. Ég man hvað það var mikill snjór þegar þú fæddist.
Skemmtið ykkur vel. Farið varlega.
Björg frænka, Þórður og Einar Geir.

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með afmælið....er doldið sein.... en vonandi fyrir gefur þú það!
Fylgist með ykkur og finnst þetta bara tær snilld hjá ykkur!
kv.
Lára