fimmtudagur, febrúar 02, 2006

Kiwi fuglinn


Við fórum í morgun og skoðuðum kiwi fuglinn sem að getur ekki flogið og er þar af leiðandi í útrýmingarhættu. Þetta er reyndar uppstoppað eintak því að við máttum ekki taka mynd af þeim sem að voru lifandi. Til að reyna að minnka fækkunina þá taka þeir eggin úr náttúrunni og leyfa þeima að klekjast og ungunum að bæta við sig kílói áður en þeim er svo sleppt aftur út í náttúruna. Með þessu móti aukast líkurnar á að þeir lifi úti í náttúrunni.
Annars er komin sól og við erum á leiðinni á ströndina og þar erum við ekki með netsamband svo að við vitum ekki hvenær við bloggum næst.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hvað meinið þið ekkert netsamband, og hvernig á maður að fara að, engar fréttir og ekkert. Svona fréttasvelti gæti haft alvarlegarafleiðingar fyrir heimsmálin.
Góða skemmtun ;)

Nafnlaus sagði...

Ég ætla nú ekkert að setja út á það en hlakka til að heyra og sjá hvað gerist næst, góða skemmtun á ströndinni

Kv Danni...

Nafnlaus sagði...

Halló Erna og Gulli!
Frábær ferðasaga og gaman að sjá myndirnar ykkar, svakalega fallegar . . . aðeins einn galli á þeim :(
Una Sóley skoðar þær og er algerlega heilluð og . . . héðan af fæ ég hana ekki ofan af því að fara sem AFS skiptinemi til NZ, enda daman búin að sækja um og fer í júlí 2007.
Frábærlega gaman að lesa hvað allt gengur vel og sjá hvað þið eruð hamingjusöm . . . Kveðja Anna Margrét og co

Nafnlaus sagði...

Hingað til hafa myndirnar verið mjög góðar hjá ykkur....en hvað er í gangi á þessari mynd....á þetta að vera fugl ???

Þetta lítur út fyrir að vera stór og vel upp alin Rotta eða pokabjörn. Annars verður spennandi að sjá fréttir af ykkur á Páskaeyjum, en myndirnar frá Nýja Sjálandi eru frábærar. Greinilega eitt fallegasta land í heimi.

Góðar stundir

Addi

Nafnlaus sagði...

Samkvæmt planinu ættuð þið að vera núna komin til Páskaeyjar. Spennandi að heyra frá ykkur. Við erum búin að skoða Páskaeyju á Google earth og á kortum og þetta er bara smá eyja lengst út í ballarhafi. Hlökkum til að heyra frá ykkur, hafði það gott.