miðvikudagur, febrúar 22, 2006

Þriðjudagur

Við vöknuðum klukkan 5 um morguninn og tókum fyrstu rútu upp á fjall og vorum fyrst inn í borgina sem var sveipuð þokuslæðingi og dulúð. Frábært að fá myndir af ferðamannalausri borginni. Með okkur upp kom okkar einka leiðsögumaður sem að sagði okkur frá athyglisverðustu stöðunum og labbaði með okkur um borgina í 3 klukkutíma. Magnað.
Tókum rútuna ofan af fjallinu upp úr tvö náðum í dótið okkar, fengum okkur að borða og tókum lestina aftur til Ollantaytambo þar vorum við sótt og keyrð til Cuzco. Þegar þangað var komið um átta um kvöldið þá vorum við orðin nokkuð þreytt enda langur en frábær dagur.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Lítur út fyrir að vera spennandi þarna. Flottar myndir. Hvernig er svo restin af ferðaplaninu ykkar??
Kveðja
Óskar
www.oskarasta.com

Erna Mjöll Grétarsdóttir sagði...

24. feb til Madridar og lendum 25. feb.
1. mars til London
3. mars til Keflavíkur og sama dag til Hafnarfjordur city.