miðvikudagur, febrúar 22, 2006

Machu Picchu


Tókum rútuna upp til týndu borgarinnar rétt upp úr hádegi og fengum alveg æðislegt veður, það var búið að rigna aðeins á okkur um morguninn. Magnaður staður, þvílíkt verk að setja þetta allt saman lengst upp á fjalli, ótrúlegt að þetta fannst ekki fyrr en 1911. Við mælum eindregið með heimsókn hingað, váááááá.
Tókum svo rútuna niður af fjallinu seinnipartinn þegar byrjaði að rigna aftur, við erum jú á regntímabilinu í regnskógi.

Engin ummæli: